Hann er einmitt með 305, en hvað er það sem er í þessum iroc pakka, fleira en fjöðrunin?
árið 1989 var Irocinn sér týpa og kom í staðin fyrir z28 bílana ólíkt því sem áður þekktist þegar Iroc pakinn var bara aukapakki á z28 týpurnar. þannig að 89 gat maður valið um rs eða Iroc-z. Engar fleiri týpur voru í boði það ár. en munurinn á 1989 iroc bíl og rs bíl er að á iroc bílum er: stífari og lægri sportfjöðrun, sverari ballansstangir, öflugri bremsur að aftan, viðbragðsbetri stýrisbúnað, öðruvísi boddykitt, öðruvísi húdd (þetta sem er á rf-379 er ekki original), sérstakar iroc felgur ((held ég) felgurnar sem eru undir rf379 eru ekki original) og svo Iroc-z límmiða á hurðirnar.
en ef maður keypti Iroc bíl þá gat maður valið um 305 ssk eða bsk eða 350 ssk. iennig var hægt að velja um mismunandi hásingar og drifhlutföll en þeir valmöguleikar voru ekki í boði á rs bílunum.
það er hægt að sjá hvort hann er original Iroc með því að skoða miðann sem er í hólfinu á milli sætanna 89 var z28 Rpo kóðinn fyrir Irocinn