Sælir.
Er að taka spyrnur úr third gen Firebird. Farþegameginn megin labbaði hún úr en hinumegin er fremri boltinn fastur í fóðringunni. Ég er búinn að reyna að snúa honum en fóðringin vindur bara uppá sig, búinn að berja duglega á hann en erfitt að koma duglegum höggum á hann vegna staðsetningar, prófaði að hita hann smá og berja en ekkert haggast, það kviknar líka mikið í olíunni eða húðinni sem hefur verið sprautað á undirvagninn. Mér er sama þó að fóðringin eyðileggist mig langar bara að ná þessu úr. Eruð þið með einhverjar galdralausnir?