Kvartmílan > Spyrnuspjall
Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
baldur:
Já kýla á þetta. Væri snilld að geta farið að halda sandspyrnur sunnan heiða aftur.
Moli:
Af myndum að dæma lítur þetta vel út, of langt síðan það var haldinn sandur í nafni KK. =D> 8-)
maggifinn:
Við þökkum snarar og góðar viðtökur.
Samkvæmt viðtölum við JVJ menn gengur þessi náma undir nafninu Undirhlíðar.
Erindið verður borið upp fyrir okkar hönd á fundi Skipulags og Umhverfisnefndar Hafnarfjarðarbæjar á morgun. Eftir þann fund, höfum við vonandi betri upplýsingar um hvernig sé best að standa að þessu.
Góðar stundir.
eva racing:
Hæ.
þið eruð flottstir...
en þetta er alveg flottsti staður sem ég hef séð.... jú jú jarðvegur er í grófari kantinum en ég held að það losni um hann og þetta verður náttúrlega draumasvæði fyrir std dekk og mótorhjól (eru líka keppendur)
ef þurfa þykir er hægt að setja fínni sand í startið en sjáum til....
þetta er mjög slétt langur bremsukafli með "seiftí" kafla í framhaldi...
ekkert flóðatöfluvesen og það er hvorki gróður til að skemma né neitt varp, (það er ekki hægt að fara að Hrauni á vorin vegna æðavarps)
Ætti að vera mjög skjólgott og aðstaða fyrir áhorfendur góð og fínt bílastæði fyrir ásjáendur..
þannig að ef hægt er að koma þessu á koppinn þá væri það draumur í dós...
Kv. Valur Vífilss. sandáhugamaður....
65tempest:
Sælir félagar, mér lýst frábærlega á þetta og þið hafið fullan stuðning frá mér í þessu máli.
Glæsilegt svæði að sjá.
Kveðja Rúdólf :-({|=
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version