Author Topic: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll  (Read 3693 times)

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« on: April 13, 2011, 02:37:28 »
Þá er komið að því að athuga hvort Napoleon geti komist í hendur nýs eiganda sem getur haldið áfram að elta ævintýri á honum. Napoleon er háþekju VW Transporter 2000 árgerð, framdrifinn og beinskiptur með 2 lítra bensínvél. Hann er keyrður rétt yfir 200 þús og fengið reglulegt og gott viðhald. Þessi bíll er alger fjölnota bíll en ég hef notað hann sem sleðabíl, mótorhjólabíl, surfbíl, fjallahjólabíl og svo auðvitað húsbíl.

Bílinn keypti ég haustið 2007 til að nota sem sleðabíl þegar ég fór að æfa Snocross í Svíþjóð veturinn 2008. Sumarið 2008 breytti ég honum sjálfur í húsbíl og um haustið fórum ég og kærasta mín í þriggja mánaða Evrópureisu á bílnum og bjuggum þá í bílnum. Um veturinn var bíllinn svo aftur notaður fyrir sleðann hér heima meðan Snocross tímabilinu stóð og svo um sumarið nýttum við hann sem húsbíl. Í fyrra notaði ég hann sem sleðabíl um veturinn og ýmist hjólabíl eða húsbíl um sumarið.

En að útbúnaðnum í bílnum sjálfum. Bæði framsætin eru á snúningsplatta og það eru mjög fínar Kenwood græjur í bílnum með 6 hátölurum bæði að framan og afturí. Bíllinn er allur teppalagður að innan og flott LED lýsing í loftinu og það er líka topplúga í þakinu. Á gólfinu er flottur gólfdúkur og vel gengið frá öllu. Þegar húsbílainnréttingin er í bílnum er semsagt sérsmíðuð innrétting með skápum og eldunaraðstöðu, fellanlegt borð, mjög þæginlegur og góður svefnsófi fyrir tvo er afturí og fyrir aftan hann er þil sem skilur að smá skott þar sem hægt er að geyma ógrynni af dóti og þar eru líka festingar fyrir tvö fjallahjól. Undir sófanum er líka gott geymsluhólf. Svo er lítið mál að kippa sófanum og þilinu úr og þá hefur maður pláss í bílnum fyrir hvað sem er, ég læt fylgja með plastrenninga, gúmmímottur og sliskju sem er hægt að nota fyrir sleða eða hjól. Utaná bílnum eru svo festingar á annarri hliðinni fyrir surfbretti og hinum megin er mjög góð markísa. Á toppnum er svo sólarrafhlaða sem hleður bæði aukageyminn og svo aðalgeyminn ef hinn er fullur. Eina sem ég vill ekki láta með í kaupunum er Truma gasmiðstöðin, nema að það sé sérstaklega samið um það. Það er prófílbeisli aftanábílnum og kerrutengill.  Merkingarnar sem eru núna á bílnum eru bara límmiðar sem er lítið mál að fjarlægja.







Þetta er semsagt bíll sem hefur sál og sögu og getur allt og gott betur !

Verðhugmynd fyrir bílinn er: 1.100.000 kr. en ég er til í að skoða öll tilboð !

Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 771-8024 eða e-mail: jonni@jonni.is

ATH. Búið að fjarlægja allar merkingar !
« Last Edit: August 21, 2011, 16:23:53 by jonni242 »

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #1 on: April 14, 2011, 10:25:20 »
ttt

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #2 on: April 15, 2011, 18:20:00 »
ttt

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #3 on: April 19, 2011, 14:04:35 »
Bíllinn er á Akureyri og lítið mál að fá að skoða ;)

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #4 on: April 25, 2011, 12:36:03 »
ttt

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #5 on: May 04, 2011, 19:26:34 »
ttt

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
ttt

Offline jonni242

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Re: Til sölu: VW Transporter 2000 húsbíll/fjölnotabíll
« Reply #7 on: August 21, 2011, 16:24:08 »
ttt