Kvartmílan > Aðstoð
Skipt um spindla - hvað er til ráða?
doritos:
Sælir nú.
Ég skipti um spindla hægra megin á Avensis 99 árgerð. Annað dekkið er beint en hitt vísar örlítið út. Þegar ég vil keyra beint þá þarf ég að stýra til vinstri. Hvað er til ráða? Hefði ég þurft að skipta báðu megin?
Hannes
Ramcharger:
Það á ekki að geta breitt sér hjólabilið við þetta.
Losaðirðu stýrisendan (skrúfaðir í sundur) þegar þú varst að þessu?
Ford Racing:
Barstu nýju spindilkúlurnar saman við þær gömlu áður en þær voru settar í? Og er hjólhallinn vitlaus eða er hann inn eða útskeifur?
Ramcharger:
Jæja er eitthvað að skýrast í þessu hjá þér :idea:
doritos:
Stýrisendarnir voru ekki losaðir. Keypti spindlana skv. bílnúmeri, hefði haldið að þeir væru eins og þeir sem fóru af bílnum, bar þá lauslega saman. Hægra dekkið er lítið eitt útskeift. Vinstra dekkið er beint. Er kannski nóg að láta hjólastilla?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version