Author Topic: Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange  (Read 3639 times)

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange
« on: July 24, 2011, 18:33:31 »
Ég var búinn að lofa einhverjum að senda inn nokkrar myndir af vinnu okkar við uppgerð á Camaro 68. Vinnan gengur vel, en ýmislegt hefur komið í ljós eins og gengur þegar mikið er rifið í sundur. Ákveðið var að fara alla leið með viðgerðir á yfirbyggingu og hún sett upp á grilltein.
Búið er að flytja inn um 140 mismunandi nýja varahluti og vantar enn eitthvað uppá áður en yfir líkur. Skipt er um nokkra bita í undirvagni og innri bretti bæði aftan og framan. Einnig ákváðum við að skipta út báðum sílsum, þrátt fyrir að þeir eru nýlegir, leist ekki á vinnubrögðin sem þar höfðu verið viðhöfð.

Subfreimið, fjörðrun, hjólastell og reyndar allt sem talist getur slithlutur, hefur verið endurnýjaður, þó ekki hafi vélin verið gerð upp, en sagt er að hún sé ekin 5000 mílur frá upptekningu. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til annars. Nánast allt rafkerfið, öll bremsu- og eldsneytisrör ásamt öllum börkum o.þ.h. verða að sjálfsögðu endurnýjuð. Í raun er ljóst að um nánast nýjan bíl verður að ræða, a.m.k. hvað kramið varðar. Áætlað er að ljúka viðgerðarvinnu á yfirbyggingu í kringum áramótin og freistast til að mála hann snemma vors.
Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um lit, en það skýrist fljótlega. Hann verður að mestu orginal, þ.e. reynt verður að halda því útliti sem hann hafði, fyrir utan að verða hálfgerður "SS clone"

Kveðja,

Skúli K.
 

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange
« Reply #1 on: July 24, 2011, 20:19:45 »
Meira síðar.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange
« Reply #2 on: July 24, 2011, 20:42:16 »
Glæsilegt, nú verður þetta almennilegt greinilega  =D>
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline palmisæ

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 278
    • View Profile
Re: Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange
« Reply #3 on: July 25, 2011, 21:56:25 »
Var flottur en verður enþá flottari :) Gerist það betra :D
Pálmi Sævarsson

Pontiac Trans Am 25th Anniversary - Blown LT4 396