Muscle Car deild Kvartmíluklúbbsins ætlar að sameinast í svokölluðum Muscle Car rúnti Fornbílaklúbbsins annaðkvöld, þann 6. Júlí, en hann er á dagskrá hjá Fornbílaklúbbnum einu sinni á ári. Mæting er við Bílabúð Benna annaðkvöld kl. 20.00 og lagt er af stað frá Benna kl. 20.30

Við hverjum sem flesta til að mæta enda er von á blaðamönnum frá bílablaði í Svíþjóð til að fylgjast með bílunum og rúntinum.

Hér er fréttatilkynning af vef Fornbílaklúbbsins.
Kvöldrúntur - Muscle-Cars
Þetta kvöld eru muscle-car meira velkomnir en venjulega og má búast við að titringur verði í loftinu þetta kvöld. Mæting er kl. 20 við Bílabúð Benna (gamla staðnum) og hefst rúnturinn kl. 20.30 eða þegar ræst verður. Í tilefni af þessum rúnti mun 10 kr. afsl. gilda þegar Shell-kort er notað hjá Shell eða Orkunni. Von er á sænskum bíla-blaðamönnum í þennan rúnt með okkur, spáð er ágætis veðri og vonumst við til að sjá sem flesta. Leiðarlýsing og Google kort. (opnist með Google Earth) [05.07]jsl
Hér er dagskrá og leiðarlýsing tekinn af vef Fornbílaklúbbsins:
DAGSKRÁ OG LEIÐARLÝSINGGOOGLE KORT (opnist með Google Earth)
Veðurspáinn er með eindæmum góð og hvetjum við sem flesta til að mæta!!
