Author Topic: Bracket flokkur? Sec Flokkur!  (Read 3232 times)

Offline AnnaOpel

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« on: June 23, 2011, 15:44:11 »
Ég vil fá að koma þessu á framfæri, þetta er bara mín skoðun og veit að þetta er einnig skoðanir annara  :wink:

Hefur ykkur ekkert dottið i hug að hætta með þetta Bracket bull og setja sec flokkana aftur inn? Það eru svoo margir sem eru ekki með bara útaf þessum bracket flokk, ég man mjög vel eftir því 2008-2009 að það voru ca 10 keppendur i hverjum flokk, og þá er ég bara að tala um sec flokkana. Þá var líka einhver áhugi hjá áhorfendum að horfa á alla flokkana, td þegar Bracket er keyrður þá horfa allir eitthvað annað eða fá sér pulsu. Það er ekkert gaman.

Þið sem eruð i þessari stjórn, þurfið aðeins að horfa út fyrir rammann, þetta snýst ekki bara um Amersísku og alvöru kvartmilubílana, það er til fólk sem eiga bara venjulega sport bila, jafnvel eitthvað breytta sem vilja fá það sama útur keppnum einsog þessir stóru flokkar, td MC eða OS

Þurfið aðeins að fara skoða hvernig aðsóknin var td árin 2008-2009 og einsog hún er nuna, það er búið að snaarlækka keppendum með árunum. Og það ætti að segja nóg til að setja sec flokkana aftur.

Kveðja Brynhildur Anna
BrynhildurAnna
- Opel Astra Turbo 1.6 [Í Notkun]-14.396@95.55MPH

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #1 on: June 23, 2011, 17:49:36 »

2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline AnnaOpel

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #2 on: June 23, 2011, 20:55:08 »
Tekið af Live2Cruize Spjallinu skrifað af mér:

Jæja, ég hef verið að hugsa um þetta í smá tíma.

Það er þessi svokallaði Bracket flokkur sem ENGINN hefur áhuga að taka þátt i,

Hann snýst hreinlega um það að taka rönn og bremsa siðan niður svo maður fari ekki yfir einhvern ákveðinn tíma, það er bara fáranlegt, að þurfa bremsa i kvartmilu.

Þeir sem ákveða að taka þátt í kvartmilu vilja auðvitað sjá hvað bíllinn sinn getur, ekki keppa um hver er betri í að bremsa!!

Við erum nokkur sem viljum fá Sec flokkana aftur, þessa gömlu góðu, 14.90,12.90 og 13.90 og þá kannski haldið RS flokknum sem ná betri tima heldur en 12.90, þá nálægt 11 sec

Ég vildi þá fá að sjá hversu margir væru til í að koma með á félagsfund hjá kvartmiluklúbbnum og hreinlega tala við þá um að fella þennan bracket flokk niður.

Málið er einfaldlega að það munu flr taka þátt ef það væru bara venjulegir flokkar, td sec flokkarni, einsog um árin 2008-2009

Endilega segið ykkar skoðanir og senda mér bara pm ef þið hafið áhuga að koma á félagsfund hjá KK



- Má færa þetta eithvert annað ef þetta á ekki heima hér.

Kveðja Brynhildur Anna
BrynhildurAnna
- Opel Astra Turbo 1.6 [Í Notkun]-14.396@95.55MPH

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #3 on: June 23, 2011, 22:22:48 »
Hæ.
sæl Anna. sko (allar góðar leiðbeiningar byrja á "sko")   Það eru fáir búnir að fara meira af rönnum út svona gleði"strip" heldur en frændur okkar í vesturhreppi.   Eftir þrotlausar pælingar yfir "BUD" var niðurstaðn sú að ef ökutækið ætti ekki að vera í stærra hlutverki væri "bracket" málið.
eina ástæðan fyrir því að bremsa í bracket er ef þú ert langt á undan manninum (konuni) í næstu akrein.
   Í sekunduflokkum þar eru þó notaðar bremsur og throttlestop í öllum keppnistækjum...... af hverju jú ef þú ætlar að keppa í 11.90 þá ertu með bíl sem fer amk 11.50 eða betur og hægir hann svo niður með inngjafarstoppi sem sett er inn í hæðsta gír til að "stilla" bílinn inn á 11.901  svo tekurðu "ljós"  uppá 0.005 til 0.009 og þá ertu kannski kominn inní keppnina.

  Í bracket geturðu hinnsvegar staðið bílinn alveg "flatt át" til að fara ekki undir baara vera viss um að velja "index" sem þú telur þig ekki ná..
hér á landi eru keppendur oft svo "flöktandi" í tima að oft eru menn að fara langt undir eða yfir indexið sitt. og þá er oft sem menn bremsa því þeir halda (og eru oft) að fara langt undir index.....

þar sem þið copí paste eruð nú nokkuð góðar á ljósunum (báðar) (til lukku með árangurinn fyrir norðan) þá mundi ég segja að ef einhver flokkur hæfir ykkur þá er það bracket....(hef ekki fylgst vel með hve "jafn pelinn er í tíma???)
      mín skoðun er annars sú að skemmtilegt væri að keyra sekúnduflokka saman á pró trí.....það væri þó eitthvað til að koma manni á blöndu af valíum og rítalini.....

Kveðja Valur Vífilss einlægur aðdáandi....
  
« Last Edit: June 23, 2011, 22:24:19 by eva racing »
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline AnnaOpel

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #4 on: June 24, 2011, 00:02:05 »
jáá ég skil þig mjög vel, það var bara miklu meiri stemming i sec flokkunum, muuun meiri mæting, bæði keppendur og áhorfendur, ég veit að áhorfendur nenna ekkert að horfa á þetta bracket, og það er auðvitað lika leiðinlegt fyrir keppendur, einsog við skiptum bara engu máli.

Ég skil bara ekki afhverju það var fellt niður sek flokkana þegar það var svona góð aðskókn í þá.

Einsog þið sjáið, það voru TVEIR skráðir i bracket i fyrstu keppninni, núna fjórir. Það hlýtur að segja ykkur eitthvað.

ég hef talað við alveg slatta af fólki og margir væru búnir að skrá sig ef það væru sek flokkar, nenna þessu bracket ekki.

Finnst bara að stjórnin ætti bara að skoða þetta aðeins betur og íhuga þetta frá öðru sjónarhorni en þeir sjálfir(sem elska bara amerískt)

Td, afhverju er ekki hægt að hafa sek flokkana og Bracket og fólk skráir sig bara i þann flokk sem það vill og ef það eru bara 2 skráðir þá verða þeir færðir? :)
« Last Edit: June 24, 2011, 00:07:28 by AnnaOpel »
BrynhildurAnna
- Opel Astra Turbo 1.6 [Í Notkun]-14.396@95.55MPH

Offline Jón Bjarni

  • Administrator
  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 111.750
    • View Profile
    • Myndirnar mínar
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #5 on: June 24, 2011, 00:55:58 »


ég var aðeins að skoða þetta með keppandafjöldann undanfarin 4 ár.

Það hefur farið snarlækkandi keppendafjöldi í öllum flokkum.

ástæðan fyrir að við settum inn bracketið var það að sameina þessa 3 flokka - 12,9 - 13,9 - 14,9 í einn ti að fá fleiri í hvern flokk.
Það er frekar kjánalegt að halda úti flokkakerfi til þess að fólk geti verið áskrifendur af verðlaunum.

Fækkunin sem var á milli 2008 og 2009 er mun meiri en fækkunin milli 2009 og 2010.
það var keyrt í sec flokkum 2008 og 2009 en bracket 2010

Ég hefði haldið það væri betra að hafa bracketið þar sem þú getur stillt tímann eftir hvað bíllinn getur heldur en að vera að bremsa í sec flokkunum.

Ég hugsa að efnahagsástandið á landinu eigi mun meiri þátt í þessari fækkun en hvernig flokkakerfið er.

En ef ykkur langar að ræða þetta frekar við okkur í stjórn sem hugsum bara um ameríska (ég vissi ekki að BMWinn minn væri þaðan....) þá er opið hús á kvartmílubrautinn öll fimmtudagskvöld og þar erum við og tökum vel á móti öllum sem koma.

PS.
ég setti líka exelskjal með keppendafjölda í þessum 2 flokkum frá 2008.

KV
Jón Bjarni Jónsson - Upplýsingarfulltrúi Kvartmíluklúbbsins
BMW 530D MR.X editon

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #6 on: June 24, 2011, 01:28:33 »
Þarf fólk ekki að byrja á því að prufa þetta og kynna sér aðeins um hvað þetta snýst :?:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #7 on: June 24, 2011, 13:34:15 »
Hæ.

  það var áhugavert að skoða keppendaþróun í bracket vs sek flokkar, sem Jón Bjarni setti inn.
á síðustu öld bar svo við að það var hætt að selja Sinalco og á sama tíma hrundi áhorf og þáttaka á kvartmílu niður nokkrum árum síðar kom sínalcoið aftur (það var held ég Hagkaup sem byrjaði að flytja það in) og það var einsog við mannin mælt að keppendum fjölgaði og áhorfendum einnig (ætli .það sé samband milli keppendafjölda og áhorfenda ???)  þannig að þá vitum við það að sinalco hefur með kvartmílu að gera...

   Svona okkar á milli trúi ég því ekki (er frekar vantrúaður yfirleitt) en svona var þetta samt.   þannig að nú þegar við erum búnir að ganga á gegnum þetta "krepputímabil"  Og sekunduflokkarnir voru lagðir niður vegna þáttökuskorts, (en ekki af mannvonsku keppnishaldara, einsog sumir virðast halda)
þá var bracketið endurvakið, Ég var þulur í einhverjum af þessum keppnum þegar sek.flokkar voru keyrðir og ég verða að segja að það var lítið spennandi að horfa á tvo bíla fara ferð eftir ferð, annar 14,10 og hinn 14,85 í 13,90 flokki.
 
   Af því að ég get verið REGLULEGA ágætur þá hefðöu þessir bilar báðir átt að vera í 14,90 og hægja sig niður í þann tíma með því að "shortskifta" eða á fljótari bílnum sleppa einum gír. td 2 í 4 og þá væri hann nálægt indexi....
í flestum ferðum í sek flokkum var ekki hægt að taka mynd á endalínunni með báða bíla inná nema með einhverri sér linsu (fiskiauga).... og þá er ekkert gaman....
það eina sem er gaman við sek. flokka að þeir eru (eiga allavega að vera) keyrðir á "prótrí" . sem er skemmtilegt.

ég get alveg lofað ykkur því að ef ég ætti einhvern afturdrifsbíl beinskiftann (beinskiftir eru stöðugri í tímum) sem ekki væri spóltík dauðans þá væri ég með keppnisnr 5 í bracket.....
kveðja Valur Vífilss.reglulega ágætur (hvað sem mamma segir....)
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #8 on: June 24, 2011, 19:04:28 »
er ekki bracket og sec flokkar það sama?

svo er annað það er oft mjög erfitt að bremsa eða slá af.. ekki vegna þess maður óttast að fara undir tíma heldur að bílinn við hliðina gæti farið gegnum enda geislan á undan manni sérstaklega þegar það eru þrír að dominata flokkinn eins og í einni keppni í 13.90 hérna um árið , hver mismikið en tveir voru nú helvíti svipaðir á forskoti og ekki bremsuhæfir í þeim spyrnu á milli sín þó þeir voru duglegir að redlighta sitt á hvað :D

Annars hlæ maður við að lesa að þessi stjórn elskar bara amerískt.. mig minnir að það sé nú einn Opel elskandi í stjórn og annars Bmw aðdáandi :D , svo einn á Sukku og Asíu bílum sem sagt 4 af 7 mönnum eru fyrir amerísku kaggana svo auðvita í viðbót varamenn.

jæja þetta er allt kreppunni að kenna að keppendur hafa fækkað ásamt því að fólk hefur ákveðið að það hefur betra við tímann sinn að gera en að keppa t.d. eiga tíma með fjölskyldunni , ferðast , önnur áhugamál , prófmissir eða jafnvel fengið leið á kvartmílunni sem maður skilur eiginlega ekki ásamt því að ekki eiga allir bíla til að spyrna á.
« Last Edit: June 24, 2011, 19:13:25 by Racer »
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Bracket flokkur? Sec Flokkur!
« Reply #9 on: July 26, 2011, 22:45:54 »
mér fannst langmesta stemngin vera í kringum æfingarnar, það var engin rosa ánægja med sec flokkana í byrjun heldur
ívar markússon
www.camaro.is