Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Dodge challenger 1972. Getraun en enginn vinningur í boði.
GarðarThor:
Sælir öll/allir
Kannist þið við þennan ?
Hér er smá hint .Þetta er 72 árgerð
Kowalski:
Þetta er þessi guli með svörtu strípunum sem á að vera í uppgerð á Vestfjörðunum, BD-098 minnir mig. Var líka með númerið A-290 eftir aldamót.
Kowalski:
Belair:
--- Quote from: Moli on April 22, 2004, 00:14:30 ---sæll hebbi, þú lumar ekkert á myndum af gamla ´72 Challengernum sem ég átti, sá sem Garðar Þór Ingvars. gerði upp? þá rauður og plussaður að innan?
--- End quote ---
Moli:
--- Quote from: GarðarThor on June 26, 2011, 18:02:01 --- Sælir öll/allir
Kannist þið við þennan ?
Hér er smá hint .Þetta er 72 árgerð
--- End quote ---
Sæll Garðar,
Þetta er bíllinn sem ég keypti frá Þingeyri vorið 2003 og sá sem þú gerðir upp, (og sá sem myndirnar hér að ofan eru af) Ég kom til þín í heimsókn á Bústaðaveginn á honum skömmu eftir að ég keypti hann og þú tókst af mér video aka honum ef mig minnir rétt. 8-) Ég sá einnig fullt af gömlum myndum af honum hjá þér og þú sýndir mér einnig gamalt video af honum ef ég man rétt ásamt gömlum videoum úr íslensku mótorsporti, ásamt sögunni um hvernig þú eignaðist hann, sem var nokkuð skondinn.
Ég spurði þig einhverntíman hvort ég gæti ekki fengið þessar gömlu myndir hjá þér og scannað eftir að ég keypti hann, en einhvernveginn varð aldrei neitt úr því, það er því afar gaman að sjá gamlar myndir af honum og ég hvet þig því að skella inn á netið, þessum gömlu myndum af honum sem þú átt til. 8-) :wink: Ég á auk þess helling af öðrum gömlum myndum af honum.
Það væri gaman ef þú gætir deilt með hinum sögunni um bílinn, hvað þú gerðir og hvernig þú eignaðist hann, svona til að skapa umræður þennan skemmtilega Challenger. En hann er í dag á Ísafirði ef mér skjátlast ekki. :-"
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version