Hefur ykkur ekkert dottið i hug að hætta með þetta Bracket bull og setja sec flokkana aftur inn? Það eru svoo margir sem eru ekki með bara útaf þessum bracket flokk, ég man mjög vel eftir því 2008-2009 að það voru ca 10 keppendur i hverjum flokk, og þá er ég bara að tala um sec flokkana. Þá var líka einhver áhugi hjá áhorfendum að horfa á alla flokkana, td þegar Bracket er keyrður þá horfa allir eitthvað annað eða fá sér pulsu. Það er ekkert gaman.
Þið sem eruð i þessari stjórn, þurfið aðeins að horfa út fyrir rammann, þetta snýst ekki bara um Amersísku og alvöru kvartmilubílana, það er til fólk sem eiga bara venjulega sport bila, jafnvel eitthvað breytta sem vilja fá það sama útur keppnum einsog þessir stóru flokkar, td MC eða OS
Þurfið aðeins að fara skoða hvernig aðsóknin var td árin 2008-2009 og einsog hún er nuna, það er búið að snaarlækka keppendum með árunum. Og það ætti að segja nóg til að setja sec flokkana aftur.
Kveðja Brynhildur Anna