Sælir
Ég kem að þessu fyrir norðan. Tek fram að við eigum reyndar eftir að sjá þessa nærri-því-rauntíma-virkni í raun
En þetta er svo sem ekkert stórmál, snúum paradox skránni úr Porta Tree sem geymir tímana yfir í csv skrá og ftp-um hana inn á vefsvæði, þar sem hún er lesin inn. Geri ráð fyrir að eldri útgáfur af Porta Tree sé að nota eins paradox gagnagrunnstöflur. Sjálfsagt að aðstoða ykkur við að prófa ef þið viljið.
Ég var aðallega að spá í að geta séð tímana á litlum skjá eins og í síma þannig að keppendur og áhorfendur geti skoðað. Sérstaklega fyrir norðan þar sem við höfum ekki tímaskilti.
Ef Birkir (sem virðist vera ungur og graður forritari, ekki gamall og lúinn eins og ég
) gæti útfært "mobile" útgáfu af vefnum þá væri um að gera að notast við hann. Við norðanmenn gætum Þá bara sent gögnin inn á þann vef.
(Ég var nefnilega líka búinn að sjá fyrir mér örlitla viðbót á vefinn hans Birkis; Prenta út A4 blað með upplýsingum um bílinn/hjólið. Ef menn yrðu duglegir að skrá þá kæmi það sér vel á bílasýningunum
Kv. Örvar