Sælir, er búinn að vera dunda mér við að forrita kerfi sem les tímablöðin sem er búið að vera setja hingað inn á spjallið og býr til statistík yfir keppnir og svoleiðis.
Vandinn liggur hinsvegar í því að eldri tímaskjöl sýna mér eiginlega ekki hverjir kepptu saman, eins og 1. umferð 2010, þannig það gæti verið að allt sé í steik þar.
Menn geta farið þarna inn og fundið keppnis númerið sitt, séð statistík um sinn dag á brautinni.
Slóðin er
http://drag.forritun.org/ og það er ekki nauðsynlegt að skrá sig, en í framtíðinni mun vera hægt að mappa keppnisnúmer á aðgang, og þannig séð betri statistík.
Búinn að importa 2010 keppnistímabilinu 1,2,3,4 umferð. ásamt síðustu keppni 2011, 1. umferð. En 1. umferð 2010 virkar ekki strax.
Einnig er þetta Open Source og hægt að rýna í kóðann á
https://github.com/birkir/drag og þeir sem hafa áhuga á að hjálpa, þá er þetta skrifað í PHP+MySQL á Kohana 3.1 frameworkinu, þeir mega forka og senda mér breytingar
Þetta er BETA ennþá þannig be aware.
Hér eru til dæmis línurit af tímum hjá mér í síðustu keppni:
http://drag.forritun.org/competition/competitor/1?id=1