Sælir félagar.
Flott tæki en þetta er nú reyndar ekki í fyrsta skiptið sem svona sést.
Þegar ég fór á keppni í "Gainsville" 1999 þá var verið að prufukeyra flokk sem kallaðist "Top Doorslammers".
Þetta voru einfaldlega "Pro Mod" bílar sem voru með "Top Fuel" mótor, sem sagt keyrðir á "Nitro Methan".
Síðan voru þeir með 4/5 gíra "Lenco" gírkassa aftan við vélina.
Það er skemmst frá því að segja að flest tækin brutu gírkassana með tilþrifum og dreifðu olíu á mest alla brautina, þannig að það tók um 40 mínútur að meðaltali að hreinsa upp eftir hvern bíl.
Í dag er það aðallega í Svíþjóð og í Ástralíu sem verið er að keyra þennan flokk.
Hér eru tveir tenglar fyrir þá sem hafa áhuga:
http://topdoorslammer.com.au/http://www.topdoorslammer.se/Kv.
Hálfdán.