Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Bracket flokkur? Sec Flokkur!
AnnaOpel:
Ég vil fá að koma þessu á framfæri, þetta er bara mín skoðun og veit að þetta er einnig skoðanir annara :wink:
Hefur ykkur ekkert dottið i hug að hætta með þetta Bracket bull og setja sec flokkana aftur inn? Það eru svoo margir sem eru ekki með bara útaf þessum bracket flokk, ég man mjög vel eftir því 2008-2009 að það voru ca 10 keppendur i hverjum flokk, og þá er ég bara að tala um sec flokkana. Þá var líka einhver áhugi hjá áhorfendum að horfa á alla flokkana, td þegar Bracket er keyrður þá horfa allir eitthvað annað eða fá sér pulsu. Það er ekkert gaman.
Þið sem eruð i þessari stjórn, þurfið aðeins að horfa út fyrir rammann, þetta snýst ekki bara um Amersísku og alvöru kvartmilubílana, það er til fólk sem eiga bara venjulega sport bila, jafnvel eitthvað breytta sem vilja fá það sama útur keppnum einsog þessir stóru flokkar, td MC eða OS
Þurfið aðeins að fara skoða hvernig aðsóknin var td árin 2008-2009 og einsog hún er nuna, það er búið að snaarlækka keppendum með árunum. Og það ætti að segja nóg til að setja sec flokkana aftur.
Kveðja Brynhildur Anna
Einar K. Möller:
AnnaOpel:
Tekið af Live2Cruize Spjallinu skrifað af mér:
Jæja, ég hef verið að hugsa um þetta í smá tíma.
Það er þessi svokallaði Bracket flokkur sem ENGINN hefur áhuga að taka þátt i,
Hann snýst hreinlega um það að taka rönn og bremsa siðan niður svo maður fari ekki yfir einhvern ákveðinn tíma, það er bara fáranlegt, að þurfa bremsa i kvartmilu.
Þeir sem ákveða að taka þátt í kvartmilu vilja auðvitað sjá hvað bíllinn sinn getur, ekki keppa um hver er betri í að bremsa!!
Við erum nokkur sem viljum fá Sec flokkana aftur, þessa gömlu góðu, 14.90,12.90 og 13.90 og þá kannski haldið RS flokknum sem ná betri tima heldur en 12.90, þá nálægt 11 sec
Ég vildi þá fá að sjá hversu margir væru til í að koma með á félagsfund hjá kvartmiluklúbbnum og hreinlega tala við þá um að fella þennan bracket flokk niður.
Málið er einfaldlega að það munu flr taka þátt ef það væru bara venjulegir flokkar, td sec flokkarni, einsog um árin 2008-2009
Endilega segið ykkar skoðanir og senda mér bara pm ef þið hafið áhuga að koma á félagsfund hjá KK
- Má færa þetta eithvert annað ef þetta á ekki heima hér.
Kveðja Brynhildur Anna
eva racing:
Hæ.
sæl Anna. sko (allar góðar leiðbeiningar byrja á "sko") Það eru fáir búnir að fara meira af rönnum út svona gleði"strip" heldur en frændur okkar í vesturhreppi. Eftir þrotlausar pælingar yfir "BUD" var niðurstaðn sú að ef ökutækið ætti ekki að vera í stærra hlutverki væri "bracket" málið.
eina ástæðan fyrir því að bremsa í bracket er ef þú ert langt á undan manninum (konuni) í næstu akrein.
Í sekunduflokkum þar eru þó notaðar bremsur og throttlestop í öllum keppnistækjum...... af hverju jú ef þú ætlar að keppa í 11.90 þá ertu með bíl sem fer amk 11.50 eða betur og hægir hann svo niður með inngjafarstoppi sem sett er inn í hæðsta gír til að "stilla" bílinn inn á 11.901 svo tekurðu "ljós" uppá 0.005 til 0.009 og þá ertu kannski kominn inní keppnina.
Í bracket geturðu hinnsvegar staðið bílinn alveg "flatt át" til að fara ekki undir baara vera viss um að velja "index" sem þú telur þig ekki ná..
hér á landi eru keppendur oft svo "flöktandi" í tima að oft eru menn að fara langt undir eða yfir indexið sitt. og þá er oft sem menn bremsa því þeir halda (og eru oft) að fara langt undir index.....
þar sem þið copí paste eruð nú nokkuð góðar á ljósunum (báðar) (til lukku með árangurinn fyrir norðan) þá mundi ég segja að ef einhver flokkur hæfir ykkur þá er það bracket....(hef ekki fylgst vel með hve "jafn pelinn er í tíma???)
mín skoðun er annars sú að skemmtilegt væri að keyra sekúnduflokka saman á pró trí.....það væri þó eitthvað til að koma manni á blöndu af valíum og rítalini.....
Kveðja Valur Vífilss einlægur aðdáandi....
AnnaOpel:
jáá ég skil þig mjög vel, það var bara miklu meiri stemming i sec flokkunum, muuun meiri mæting, bæði keppendur og áhorfendur, ég veit að áhorfendur nenna ekkert að horfa á þetta bracket, og það er auðvitað lika leiðinlegt fyrir keppendur, einsog við skiptum bara engu máli.
Ég skil bara ekki afhverju það var fellt niður sek flokkana þegar það var svona góð aðskókn í þá.
Einsog þið sjáið, það voru TVEIR skráðir i bracket i fyrstu keppninni, núna fjórir. Það hlýtur að segja ykkur eitthvað.
ég hef talað við alveg slatta af fólki og margir væru búnir að skrá sig ef það væru sek flokkar, nenna þessu bracket ekki.
Finnst bara að stjórnin ætti bara að skoða þetta aðeins betur og íhuga þetta frá öðru sjónarhorni en þeir sjálfir(sem elska bara amerískt)
Td, afhverju er ekki hægt að hafa sek flokkana og Bracket og fólk skráir sig bara i þann flokk sem það vill og ef það eru bara 2 skráðir þá verða þeir færðir? :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version