Kvartmílan > Aðstoð
Rafmagnsvandræði í C3 1976
miked:
Daginn
Þar sem ég er nú á loka snúningnum að plúsa saman vettunni hjá mér þá langaði mér að forvitnast hvort einhverjir gætu gefið mér einhver tips í sambandi við afturljósin hjá mér.
Þannig er mál með vexti að þegar kveikt er á bílnum þá loga stöðu og bremsuljósin eins og þau eiga að gera, en um leið og ég kveiki á aðalljósunum þá detta þessi þessi ljós út og virka bara ekki, en bakkljósin virka alltaf.
Þannig að öll hjálp er mjög vel þvegin
einnig ef menn vita um einhverjar síður útí ameríku hrepp sem ég gæti grennslast fyrir um þetta.
Kv Mikael
miked:
Pulsa og kók í boði :^o
eddigr:
ég skal gefa þér hamborgara og kók ef þú átt rúðuupphalaramótor í svona corvettu...ég er með eina svona með ónýtum rúðumótor:)
miked:
Sæll Eddi
Heyrðu það vill svo vel til að ég á rúðuupphalaramótor í svona bíl (2 stk)...............................og þeir eru í notkun
Hvernig eigum við að hafa þessi hamborgaramál ?
En ég get hinsvegar bent þér á þetta
http://www.ecklers.com/corvette-door-window-motor-right-1968-1977.html
þetta er nú ekki mikill peningur, þarft að bæta sirka 30-40$ við í sendingarkostnað.
Belair:
rofinn eða virar :mrgreen:
http://forums.corvetteforum.com
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version