Author Topic: Er einhver að gera upp....  (Read 1857 times)

Offline Twincam

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Er einhver að gera upp....
« on: May 30, 2011, 00:00:31 »
Sælir félagar.

Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna væri að gera upp (eða ætti jafnvel) Mopar frá sirka 1957 sem gæti hagnast af því að fá 318 mótor úr 1957 Dodge. Þetta er s.s. "old style" 318 mótor sem kom úr 1957 Dodge sem faðir minn átti hér áður fyrr. Mótorinn var á sínum tíma tekinn úr því að hann var farinn að blása með hringjum. Hann hafði staðið inni í skúr hjá ömmu gömlu í eitthvað um 30 ár þar til ég fékk hann til mín fyrir um 2 árum. Hann var geymdur fullur af olíu og gat ég því snúið honum með höndunum þegar ég fór eitthvað að skoða hann. Þessi var með einum 2ja hólfa blöndung og samkvæmt upplýsingum af netinu þá hefur hann því líklegast skilað um 230 hestum ef ég man þetta rétt.

En þá að máli málanna. Þar sem ég hef ekkert við þennan mótor að gera, þá væri ég til í að láta hann fara til einhvers sem getur annaðhvort nýtt sér mótorinn eða einhverja hluti úr honum í sinn bíl..

Ef einhver hefur áhuga á þessu eða veit um einhvern sem gæti haft áhuga á því. Þá væri ég til í að viðkomandi myndi annaðhvort hafa samband við mig í síma 662-5272 eða senda mér einkaskilaboð hér á spjallinu. Það hvarflaði að mér að athuga hvort Fornbílaklúbburinn gæti haft gagn af því að eignast þetta, en ég vill síður að hann dagi bara uppi í geymslu hjá þeim. Frekar að hann fari í hendurnar á einhverjum sem hann nýtist.


Kveðja,
Rúnar P.
« Last Edit: May 30, 2011, 00:02:24 by Twincam »
Rúnar P. Þorgeirsson