Kvartmílan > Almennt Spjall

Gæðabensín komið

(1/3) > >>

Sterling#15:
Þá er gæðabensínið komið.\:D/  En því miður er eingöngu hægt að kaupa það á 200 lítra tunnum til að byrja með.  Það er ekki hægt að setja það á dælu vegna hættu á uppgufun sem rýrir gæðin.  Og einnig má ekki selja það á dælu þar sem það er fyrir utan þá staðla sem gilda fyrir allment eldsneyti til almennings.  Bensínið er 106 okt. og er búið að gera tilraunir með það í nokkrum tækjum og hefur það staðið fyllilega undir væntingum og rúmlega það.

Hægt er að panta þessar 200 lítra tunnur í þjónustuverinu hjá N1 eða senda mail á magnusl@n1.is  Það er síðan afgreitt úr vöruhúsinu hjá þeim að Bíldshöfða.  Einnig senda þeir tunnuna frítt heim að dyrum á stór Reykjavíkursvæðinu.  Einnig verður hægt að fá þetta afhent í verslunum þeirra á landsbyggðinni.  Tunnan kostar 76.000 sem er 380 kr líterinn. 

Menn geta auðvitað tekið tunnu saman ef þeir treysta hvor öðrum í lítrum talið.  Ég keypti fyrstu tunnunna og ætla að nota hana í sumar og jafnvel blanda við 98 svona til daglegs brúks.

SPRSNK:
Má maður geyma svona tunnur hvar sem er?

Sterling#15:
Er þetta ekki sviðað og menn geyma bensín á brúsa og á tanknum á bílnum?  Þetta er allavega vel lokað.  En ég veit svo sem ekki um reglur um þetta.  Veit að þeir hjá Race bensín eru bara með tunnurnar inná verkstæði hjá sér.

bæzi:

--- Quote from: Sterling#15 on May 19, 2011, 17:55:53 ---Er þetta ekki sviðað og menn geyma bensín á brúsa og á tanknum á bílnum?  Þetta er allavega vel lokað.  En ég veit svo sem ekki um reglur um þetta.  Veit að þeir hjá Race bensín eru bara með tunnurnar inná verkstæði hjá sér.

--- End quote ---

Sæll Hilmar

takk fyrir að posta þessu inn

en þetta er þá væntalega ekki pump gas  ](*,) lengur
verðið er gott engu að síður, fæ mér eina tunnu :)

kv bæzi

Heddportun:
Þú verður að sækja um leyfir yfir áhveðnum lítrafjölda,minnir 500L en man þetta ekki nkl

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version