Author Topic: Stærð á dekkjum undir Mustang  (Read 2859 times)

Offline Frissi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
Stærð á dekkjum undir Mustang
« on: May 10, 2011, 19:50:56 »
Sælir

Ég er að fara að panta felgur og dekk frá USA á Mustang 1972, var að spá í að kaupa 15x10" að aftan og 15x7 að framan. En það sem ég var að spá er hvernig dekk ætti maður að fá sér. Vorum að spá í að fá okkur 295/60R15. En þá er spurning hvort það sé of stórt og ættum frekar að fá okkur 295/50R15?

Kv.
i

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Stærð á dekkjum undir Mustang
« Reply #1 on: May 10, 2011, 20:02:49 »
Sælir félagar. :)

Sæll Frissi.
15X10 flís-fellur undir hann að aftan og það skiptir ekki máli hvort þú notar 295/60R15, 295/50R15 eða 305/50R15 hann á að taka þetta allt ef það er rétt breikkun (back space) á felgunum.

Ég var með 12" breiðar felgur undir bílnum hjá mér (1971 Mustang) og þær voru breikkaðar 50% inn og 50% út (6" in og 6" út) og það var rétt breikkun.
Þannig að ef þú ert með felgur sem eru breikkaðar 50/50 þá ættir þú að koma hverri sem er af þessum þremur dekkjastærðum undir bílinn.

Gangi þér vel.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Re: Stærð á dekkjum undir Mustang
« Reply #2 on: May 11, 2011, 23:09:36 »
sæll mig er farið að hlakka til að sjá bílinn hjá þér þegar henn kemur á rúntinn

ég held að þú sért í góðum málum með 10 að aftan en ég held að það gæti verið flott að hafa 8 að framan í breidd 

295/50 er örugglega betra að aftan til þess að hafa nóg bil til að fjaðra og 235/60 að framan, þá eru dekkin svipað há á hliðarsvipnum á bílnum,

en ég er svolítið forvitinn hvaða tegund af felgum ertu að pæla í ?

 
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Frissi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
Re: Stærð á dekkjum undir Mustang
« Reply #3 on: May 12, 2011, 22:53:49 »
sæll mig er farið að hlakka til að sjá bílinn hjá þér þegar henn kemur á rúntinn

ég held að þú sért í góðum málum með 10 að aftan en ég held að það gæti verið flott að hafa 8 að framan í breidd 

295/50 er örugglega betra að aftan til þess að hafa nóg bil til að fjaðra og 235/60 að framan, þá eru dekkin svipað há á hliðarsvipnum á bílnum,

en ég er svolítið forvitinn hvaða tegund af felgum ertu að pæla í ?

 

Við vorum að spá í Cragar SS
Held að það koma vel út.
i