Þar sem í dag eru sárafáir keppendur í OF flokki, hverjir verða hugsanlega með í sumar ?
Miðað við hversu gamaldags þessi flokkur er væri gaman að vita hvort það verði 2-4 keppendur í flokknum í sumar. Því það er tilgangslaust að vera með miðað við þessar gömlu... 25 ára Comp. Eleminator reglur (Index)
Þarf ég virkilega að taka séns á að sprengja minn mótor til þess að eiga einhvern möguleika gegn minna breyttum smávélum (0-400 Cid, og þurfa þá að horfa á þá staðreynd að sitja uppi með stórtjón ef illa fer)
Þar sem ég er með 30.000 $ mótor finnst mönnum þá sanngjarnt að ég eigi að þurfi að kreista allt útúr vélinni til þess eins að eiga möguleika á titli, Eftir á að hyggja hefði í raun verið nær að kaupa 10 stk 350 Chevy vélar og vera þá samkeppnishæfur í 2-3 ár með því að nota þeim mun meira nítró (þar sem ekki er gefinn afsláttur fyrir það að keyra eingöngu N/A)
Það vita það allir að þróun í kvartmílu á íslandi hefur verið mjög mikil á síðustu 10 árum, og að mínu mati tekið lang mestum framförum í íslensku mótorsporti, Bílarnir farnir að keyra mun hraðar en þeir gerðu og svæðið okkar orðið gríðarlega flott.
Hinsvegar er ég ásamt fleirum mjög ósáttur með þetta fornaldar Index kerfi sem keyrt er eftir í dag. Og reikna ekki með að keppa til íslandsmeistara í sumar, ef einhver hefur áhuga á pottþéttri spyrnugrind þá má sá sami hafa samband við mig í síma : 895-8030. Því það er alveg eins hægt að eyða tíma og peningum í einhvað sport sem er í takt við tíman...
Kv.
Stefán.