Sælir, ég er að skipta um spindla í 84 trans am, ég hef aldrei skipt um spindla áður svo að ég er með nokkrar spurningar sem ég vonast til að þið getið hjálpað mér með.
Þegar nýji spindillinn er settur í á að berja hann upp í sætið eða má ekkert berja á þetta?
Ég er búinn að berja hann aðeins upp í sætið öðru meginn og var að spá í hvaða röð maður á að gera þetta: -setja fóðringuna á, -setja feitina í, -setja allt á réttann stað og herða niður ?