Author Topic: Skipta um spindla  (Read 3605 times)

Offline snipalip

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
Skipta um spindla
« on: March 28, 2011, 01:39:09 »
Sælir, ég er að skipta um spindla í 84 trans am, ég hef aldrei skipt um spindla áður svo að ég er með nokkrar spurningar sem ég vonast til að þið getið hjálpað mér með.

Þegar nýji spindillinn er settur í á að berja hann upp í sætið eða má ekkert berja á þetta?

Ég er búinn að berja hann aðeins upp í sætið öðru meginn og var að spá í hvaða röð maður á að gera þetta: -setja fóðringuna á, -setja feitina í, -setja allt á réttann stað og herða niður ?



Guðmundur Þ. Ellerts.
___________________________________
´84 trans am

Offline eddigr

  • In the pit
  • **
  • Posts: 75
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #1 on: March 28, 2011, 05:48:32 »
Sæll

best er ef þú hefur tök á að pressa hana í. en ef ekki þá er best að setja fóðringuna á, feitina í og herða rólega niður EKKI berja...þá geturðu marið gengjurnar á endanum...það er ekki gott...hef lent í því:) gangi þér vel :lol:
Eðvarð Grétarsson s:8496691
Email: eddigr@visir.is

BMW 730I 1992
Buick Riviera 1979

Offline snipalip

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #2 on: March 28, 2011, 13:27:38 »
Með hverju er best að pressa hana í? Aðdráttarkló eða einhverskonar þvingu? Og ertu að meina gengjurnar á toppnum? Ég er að meina að berja á botninn þar sem smurkoppurinn á að koma.
En takk annars fyrir svarið.
Guðmundur Þ. Ellerts.
___________________________________
´84 trans am

Offline eddigr

  • In the pit
  • **
  • Posts: 75
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #3 on: March 28, 2011, 15:32:31 »
minnsta mál. já ég var að meina toppinn. en hitt sem þú átt við er sennilega best að nota bara þvingu.
Eðvarð Grétarsson s:8496691
Email: eddigr@visir.is

BMW 730I 1992
Buick Riviera 1979

Offline KiddiÓlafs

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 303
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #4 on: March 30, 2011, 16:51:11 »
getur líka tjakkað undir hann með einhverju breiðu ofan á, eða sett rör sem passar utan um hann og berja niður á stífuna sjálfa
Kristfinnur ólafsson

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #5 on: April 02, 2011, 21:37:54 »
ég hef tekið spyrnuna úr og pressað svo spindilinn í í pressu ....kannski hægt öðruvísi veit ekki .... :mrgreen:

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #6 on: April 03, 2011, 10:36:01 »
Gerði þetta þannig á Novuni að ég notaði þunga bílsins til að koma henni í.
Þurfti bara aðeins að dunka á spyrnuna.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Skipta um spindla
« Reply #7 on: April 26, 2011, 00:42:54 »
oftast nær hægt að slá þá í með rörstubb. Líka hægt að nota ýmisskonar sérverkfæri.
Gísli Sigurðsson