Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Nýr "SE" flokkur.

(1/8) > >>

1965 Chevy II:
Það voru umræður á síðasta fundi um að sumum fyndist vanta flokkur sem tæki inn flesta N/A götubílana samanber SE flokk
nema aðeins rýmri og einfaldari reglur. Hér í viðhengi er hugmynd að slíkum flokk.

Það verða allir flokkarnir í boði í sumar sem eru á forsíðunni plús bracket sem ég á eftir að setja inn, það þarf
þrjá keppendur til að flokkarnir verði keyrðir. Það verður forvitnilegt hvaða fyrirkomulag verður vinsælast þó það megi búast við rólegu
keppnisári sökum efnahagsástandsins en við vonum það besta. O:)

Racer:

--- Quote ---Aðeins bensín leyft sem eldsneyti.
--- End quote ---

sem sagt dælu og keppnis bensin er leyft.

1965 Chevy II:
Allt bensín leyft.

Páll Sigurjónsson:
Daaagggiinn
Skilgreining á Bensíni ? :twisted:

Palli

1965 Chevy II:
Veskú:

Bensín er eldfimur vökvi unnin úr hráolíu, sem notaður er sem eldsneyti í brunahreyflum, en einnig sem leysiefni, til dæmis leysir bensín málningu. Bensín samastendur aðallega af alifatískum kolvetnum og er gerð með þrepaeimingu hráolíu. Tólúeni og bensóli er oft bætt við bensín til þess að auka oktangildi þess. Oft eru bætiefni, t.d. etanóli, blandað í bensín til að auka vinnslu brunahreyfla eða minnka mengun.

Bensín er framleitt á olíuhreinsistöðvum. Bensín samanstendur af efnum úr hráolíu og öðrum kolvetnum. Flest þessara kolvetna eru talin spilliefni, og dæmigert blýlaust bensín inniheldur fimmtán spillefni. Þau eru bensól (5%), tólúen (35%), naftalín (allt að 1%), trímetýlbensól (allt að 7%) og MTBE (allt að 18%), ásamt tíu annarra. O:)


Alcahol og Etanól er t.d ekki bensín heldur annarskonar eldsneyti.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version