Kvartmílan > Muscle Car deildin og rúnturinn.

Ford Fairlane GT 1966

(1/4) > >>

Sigtryggur:
Sælir félagar! Lengi hefur nú staðið til að henda inn myndum af kagganum og því sem ég hef verið að bauka í honum.Þegar bíllinn kom til landsins 2006 reyndist hann talsvert meira ryðgaður en vonir stóðu til.Verstur var afturendinn á honum,grindarbitar og gólf var ónýtt frá hásingu og aftur úr.Lengur hefur tekið að laga þetta en til stóð í upphafi en þetta smá potast þó.Vélbúnaður reyndist hinsvegar vera flottari en gert var ráð fyrir.Í stað upphaflegu 390 GT vélarinnar var komin 428 cobra jet með Hooker flækjum og Holley 750 cfm. sem virðist vera í nokkuð góðu lagi og vinna ágætlega og í stað fjögura gíra kassans var komin C-6 full manual sjálfskifting með 2500 stallspeed converter.Auk þess var búið að grindartengja bílinn og setja undir hann ladderbar spyrnubúkka og koma fyrir N-keisingu í hásinguna með læsingu og 4.10 hlutfalli.Eina ferð náði ég að fara á brautinni,reyndar með margt í ólagi og óundirbúið,en hann skilaði sér nú samt sem áður á 13.61 á 101 mílu sem ég var nokkuð sáttur við enda með 60 ft. upp á 2.25 sek enda rólega tekið af stað.

Sigtryggur:
Fleiri myndir....

Sigtryggur:
Og fleiri....

Sigtryggur:
Og enn fleiri...

Sigtryggur:
Meiri myndir... :cry:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version