Author Topic: Muscle car deild  (Read 1917 times)

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Muscle car deild
« on: March 11, 2011, 14:23:54 »
Sælir félagar,

Ég ásamt Hálfdáni, Sigurjóni og Mola áttum góðan fund með stjórn
Kvartmíluklúbbsins í gær, þar var gengið frá því að hafa kynningardag
fyrir MC áhugafólk á kvartmílubrautinni í maí þar sem Muscle car deildin
keyrir frítt ásamt þeim sem áhuga hafa á að mæta til að kynna sér deildina.

Einnig var samþykkt að Muscle car dagurinn verði þannig
að aðgangur verður ókeypis fyrir þá sem mæta á köggunum sem og keyrsla á brautinni.

Fyrir alla þá félagsmenn sem smitast af spyrnudellunni verður í boði að
kaupa brautarpassa sem gildir á allar æfingar, test'n tune og annan akstur en keppni fyrir
5000kr annars er daggjald fyrir félagsmenn 1500kr per skifti svo sparnaðurinn
er töluverður fyrir þá sem eru duglegir að mæta. Að öðru leiti vísar stjórn á félagsskýrteinin.

Stjórnin tók sérstaklega fram að utanfélagsfólk er alltaf velkomið í heimsókn ef áhugi sé á
að kynnast klúbbnum og þeirri starfssemi sem hann rekur og er það að sjálfsögðu FRÍTT.

Kv. Gunni