Kvartmílan > Almennt Spjall
Ný Stjórn Kvartmíluklúbbsins.
Lindemann:
--- Quote from: Dodge on March 03, 2011, 16:28:14 ---Er annars ekkert að frétta frá þessum aðalfundi?
Einhverjar reglubreytingar?
Skipað í reglunefnd?
Eitthvað annað skemmtilegt?
--- End quote ---
Neinei, ekkert fjör!
Stjórn skipar í reglunefnd og sér um endanlega ákvörðun á reglubreytingum.
Það voru bara breytingar á félagsgjöldum.
Dodge:
--- Quote from: Jón Bjarni on March 03, 2011, 17:31:42 ---Hér eru helstu púnktarnir af fundinum :)
http://kvartmila.is/is/frett/2011/02/26/adalfundur_2011
--- End quote ---
Ég var búinn að sjá þetta, taldi bara að afrakstur aðalfundar hefði kannski verið eitthvað meiri.
En þetta hefur sumsé bara verið stuttur og þægilegur fundur.
Besta mál
69Camaro:
Ritari BA, Anton Ólafsson er eins og grár köttur allt í kring um og inni í félagsheimilinu okkur, hvort heldur er á fimmtudagskvöldum eða á Blús uppákomum. Þið í BA ættuð nú að taka ykkur til og splæsa KK félagsskírteini á Tóna, sem getur þá "rapporterað" vikulega til ykkar :mrgreen:
Slökkvitæki ehf:
--- Quote from: 69Camaro on March 04, 2011, 11:53:08 ---
Ritari BA, Anton Ólafsson er eins og grár köttur allt í kring um og inni í félagsheimilinu okkur, hvort heldur er á fimmtudagskvöldum eða á Blús uppákomum. Þið í BA ættuð nú að taka ykkur til og splæsa KK félagsskírteini á Tóna, sem getur þá "rapporterað" vikulega til ykkar :mrgreen:
--- End quote ---
Svona komment dæma sig sjálf og eru hvorki til að hjálpa klúbbnum né hobbýinu..
Kveðja Frank
Sterling#15:
Eg er sammála, Anton er velkominn hvar sem er og drekkur mikið kaffi hjá okkur Mustangmönnum og er það gott mál.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version