3. bæklunarskurðlæknar á læknaþingi voru að rabba saman. Ameríkani, Frakki og Íslendingur.
Smá metingur á milli.
Kaninn sagðist hafa grætt 2 fótleggi á mann sem missti báða fæturna. Nú fari sá maður í hvert Maraþonið á fætur öðru með sigur af hólmi.
Þú segir nokkuð sagði Frakkinn, ég græddi báða handleggi upp að öxlum á konu sem lenti i bilslysi og nú er hún
konsertpíanóameistari hjá Sinfóníunni i París.
Blessaðir verið þið ég hef nú líka afrekað heilmikið, sagði Íslendingurinn. Ég fékk í hendurnar mann sem hafði fallið úr mikilli hæð og stórskaddast á höfðinu.
Ég græddi kálhaus á hann og nú er hann Borgarstjóri í Reykjavik