Við stefnum á að halda sýninguna góðu um páskahelgina. Undirbúningur og uppröðun myndi byrja á fimmtudegi sýningin opnar seinnipart föstudags og yrði opin fram á sunnudagskvöld
og mánudag myndum við nýta til að ganga frá.
Ein nýjung allavega er komin upp og það er stefnt á að hafa "swap meet" bása á svæðinu, menn geta sem sagt tekið til í skúrnum og selt og skipt á varahlutum.
Ef þú átt eða þekkir einhvern sem á góss þá er um að gera að láta viðkomandi vita, þeir sem hafa áhuga á bás geta meldað sig hér eða sent einkapóst.
Ef menn eru ekki með mjög mikið af dóti þá er um að gera að sameinast um bás, fá félagann til að selja fyrir sig.
Nú vantar félaginu aðstoð þína við sýninguna og undirbúning hennar, ef þú getur hjálpað til þá er um að gera að melda sig hér eða senda einkapóst eða hafa samband við einhvern okkar úr stjórn.
Eitthvað af staffi er komið en því fleirri því betra.