Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Ford Pinto
bóbó:
Veit einhvern um pinto i ágætu áskomulagi?
Er einnig að leita eftir kóngabláum pinto 77 módel minnir mig sem var í eigu fjölskyldunar.Hann fór í kvartmíluna frétti ég.Veit einhver hvort hann sé enþá til??
Var kóngablár með skotthlera úr gleri og topplúgu.
bóbó:
Engin sem veit um aðdrif pintos?;)
crown victoria:
Það er auðvitað einn Pinto í kvartmílunni ef þú notar leitina þá finnurðu hann en ég veit ekki hvort hann hafi verið blár og hvort það sé sá sem þú ert að leita að!
Ég set hér inn mynd af öðrum bíl! Ég man nú ekki alveg hvaða árgerð þessi er en ég held að hann sé ekki 77 mig minnir að hann sé yngri og hann hefur ekki verið í kvartmílunni, pabbi á þennan bíl og er búinn að eiga í yfir 20 ár og hann er klesstur. Er með skotthlera úr gleri og topplúgu!
motors:
:)Sælir,þetta er mynd af Mercury Bobcat ekki Pinto en það er nánast sami bílinn önnur ljós og eitthvað,en ég átti svona Mercury Bobcat árgerð 1980 með 289 cid vél og C-4 kassa, var hvítur,hann virkaði þokkalega, léttur bíll, en vantaði tilfinnanlega meiri grip,hann fór svo út á land og endaði svo með einhverja smávélarbilun í Vöku og var rifin. [-X
crown victoria:
Heyrðu já það er víst rétt hjá þér þetta er Mercury...ég var aðeins og fljótur á mér! Hann á einn rauðan sem er Ford Pinto og svo á hann þennan bláa sem er víst eins og þú segir Mercury Bobcat. Framendinn er ekki eins á þeim og þessi Pinto er með öðruvísi afturhlera. Ég var einhvernveginn með það í hausnum að sá blái væri bara yngri og þess vegna væri hann svona öðruvísi! Takk fyrir ábendinguna :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version