Kvartmílan > Myndir og video frá viðburðum Kvartmíluklúbbsins
Myndir frá fyrstu æfingunni á Kvartmílubrautinni 1978
Moli:
Hérna má sjá skemmtilega myndaseríu sem ég hef tekið saman, frá þremur aðilum sem staddir voru á Kvartmílubrautinni þegar fyrsta æfingin var haldinn þar haustið 1978 (hef það eftir þeirra heimildum)
Ég fékk í gær þónokkuð margar slides myndir frá góðum vini mínum Birni Jónssyni, og fór ég í dag og lét setja þær á disk. Eins eru myndir þarna sem Kristján Kolbeinss. (Skúri) útvegaði sem og myndir sem Jóhann A. Kristjánss. tók (JAK) og fékk ég hans leyfi, (gegn því að merkja þær honum) fyrir nokkrum árum að birta þær á vefsíðunni sem ég hélt þá uppi og er í endurbótum þessa stundina. Þær myndir sem koma frá Jóa eru allar svarthvítar.
Nú hefur bæst töluvert í myndasafnið og eru myndirnar frá fyrstu æfingunni orðnar 52 talsins. Þetta er gaman fyrir klúbbinn að eiga og halda utan um, ekki síst fyrir sögu hans og uppbyggingu í framtíðinni. 8-)
Það væri gaman að fá umræðu frá þeim sem voru þarna á þessum tíma / þetta kvöld. 8-) :wink:
Kiddi:
Takk fyrir frábært innlegg.. skemmtilegar myndir :!:
kiddi63:
Þetta er frábært.
Guðfinnur:
Gaman að sjá þessar gömlu myndir! :P
Ramcharger:
Þetta er bara töff 8-) 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version