Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
mazda 323 4x4 Buggy
biturk:
hvernig væri best að festa bensín tankinn? tók tank úr dodge aries sem ég átti, er búnað smíða undir hann en var að spá hvort ég ætti að strappa hann bara niður eða hver væri besta og ódýrasta lausnin?
gangsetning verður vonandi fyrir mánaðarmót, mótorinn er kominn oní, við festum pedalasettið áðan og breittum stýrisleggnum í nánast upprunalegt horf eftir að hann hafði verið skítmixaður þegar ég fékk bílinn :neutral:
sætin eru bæði orðin föst og bílinn stendur í dekkin.....búnir að setja blikk að mestu í toppinn og byrjaðir að aftan......þetta er eiginlega bara allt að gerast :mrgreen:
biturk:
bahh, mér leiðst, get ekki beðið svo þið fáið teaser, annars verða þetta alltof margar myndir seinna meir að setja inn #-o
og já, menn hafa verið að kvarta undan suðum, ég tók myndir af suðum í hornastyrkingunum, reinar er smá hitaskán yfirhluta af þeim en þær eru allar perfect þarna eins og annarstaðar, ég hef bara ekki séð ástæðu til að slípa niður ljótar suður sem eru bara til að fylla yfir, ég skil ekki eftir mig suður sem ég treisti ekki [-X
sætin eur reindar aftur komin í og búnað leggja og tengja bremsurnar og bensínleiðslurnar nema við tankinn, vantaði hosurnar þar og þær eru í skottinu hjá mér útá hlaði eins og er :beer
geðveikt að sitja um borð og fá fílingin, hvet alla sem hafa áhuga á akureyri að hafa samband við mig og fá að skoða, ég tek vel á móti mönnum niðurfrá ;)
sæti,stýr, handbremsa og gírstöng........allt boltað niður, einnig gólfið hlutað niður og skrúfað með sjálfborandi skrúfum til að auðvelda niðurrif og aðgang ef það þarf að skipta hlutum út eða komast betur að einhverju, allar rær soðnar fastar svo það er bara skrall, ekkert halda á móti með lykli bull :beer
þetta var gamalt update af vaktinni
hér koma nýjar myndir, á bara eftir að setja pústið á hann (tvöfalt púst sem kemur að aftan, það mun sjást betur þegar koma myndir) festingar undir renault tankinn sem endaði í honum og dráttarbeislið ásamt styrkarbita milli demparaturna að framan til varnar innspýtingu í veltu. klára hann á morgun og fer út að leika meira.........er þegar búinn að fara nokkrum sinnum og það er helvíti gaman, ríf hann í sundur á miðvikudaginn og byrja að mála.
já......ég núllaði líka kílómetramælirinn.....ef einhver á hraðamælabarka í góðri lengd má hann hafa samband, það vantar 4 cm uppá að original barkinn nái ](*,)
fordfjarkinn:
Þessi er einsmans og er 600 KG.
fordfjarkinn:
Önnur eftir smá betrumbætur. Þetta er nú sá buggy sem ég smíðaði síðast.
biturk:
það hefur nú ekki gengið vel að fá video, gangtruflanir, mistök, gleimska og vont veður hafa lagt þær áætlanir í rúst hjá okkur......að ég tali nú ekki um tímaleysi til að komast út og prufa almennilega
en ég fór sunnudaginn síðasta og gerði hann drullugann svo um munar, og við ætlum út á morgun, það er núna ekkert eftir nema klára að blikka, smíða hlífðarplötu undir afturdrif og mála stuðara og smá blettun. síðann að smíða loftinntakið uppá topp og þá er það einu vandamáli færra til að geta keirt í djúpu vatni :happy
hann gengur fínt, hér eru myndir þar sem smíðin er nú brátt á enda og bíllinn fer í fulla notkun. ég á bara eftir að panta mér belti og kaupa síðann blikk og klára að blikka..........en það gerist bara einhvern tímann í sumar enda liggur mér ekkert rosalega á :P
hér eru myndir, þær verða svo teknar fleiri fljótlega af öllum sjónarhornum þegar hann verður allur málaður og nokkuð hreinn, þá fær allt í að líta dagsins ljós ;)
ég á líka eitt eða tvö video af mér að sjóða einhverstaðar......þarf bara að breita því á almennilegt format og koma því á þúrör #-o
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version