Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
mazda 323 4x4 Buggy
biturk:
--- Quote from: Racer on February 24, 2011, 23:25:05 ---mér sýnist að það hefði verið betra að fleygja gömlu rörunum og sjóða allt uppá nýtt þar sem ég rak augun í að það er nú ekki fallegur suðustrengur á nokkrum stöðum á gömlu rörunum.
t.d.
þessi samsketti.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00624.jpg
er einhver stuðningur þarna í botninum , hægri frá dekkinu? , mér sýnist að rör ná ekki saman heldur eru tvö rör soðin saman utan á L-bitann.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00636.jpg
sést kannski betur hérna það sem ég er að reyna koma útúr mér , ég tel að þetta á eftir að gefa sig einmitt þarna á milli vélar og farþegarými við harkalega lendingu eða þegar við inngjöf.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00633.jpg
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/DSC00449.jpg
annars er þetta þitt líf og ég ætti ekki að vera skipta mér af :neutral:
--- End quote ---
sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o
Ess itvö rör eru 5mm og ná alla leið í gegn, þetta eru heil rör frá enda til enda nema þar sem ég sökkti honum ofaní drifbitan, þar skeitti ég saman rörinu til að fá það heilt í gegn því það var bara soðið á drifbitan, það fannst mér ekki nægilega sterkt svo ég sló rör uppá endann á langa, sló bútinn inn í það alveg upp að hinu og sauð í báða enda, skar síðann sitthvorum megin á yfir rörið á báðum endum og sauð þar oní, það sést á myndunum betur
það er ekki fræðilegur að þetta gefi sig, ég á eftir að styrkja vinkilinn og það sést betur á morgun þegar ég set mótorinn á sinn stað hvort ég hreinlega geti ekki soðið á móti vinkil alla leið eins og ég gerði að aftan, þá er það orðið mikið meira en nægilega sterkt
þakka þér fyrir áhyggjurnar af mér og ég er alltaf til í að fá svona spurningar sem vekja áhuga eða einmitt svona vangaveltur því þá get ég bara svarað og menn talað saman eins og fullorðnir :P
flott hj´þér fordfjarki, en þá ætla ég líka bara að biðja þig um að vera ekkert að skipta þér af því þú hefur greinilega ekki hugmynd um það sem þú ert að tala um og ég skil eiginlega ekki hvað þú ert eiginlega að skoða þetta þar sem þú hefur augljóslega ekki áhuga á þessu, það er margsannað með litla og létta buggy bíla sem eru ætlaðir í það sem ég er að fara að gera (engin big jump, enginn 180km akstur og þess háttar) að heildregið efni er ekki nauðsynlegt, það væri auðvitað fínt ef maður hefði efni á því að gera búrið aftur úr heildregnu en það er ekkert mál að gera það seinna meir. þetta er ekki fyrsti, ekki annar og alls ekki síðasti buggy á landinu sem er smíðaður úr venjulegum rörum og það ekki nýjum, ég hef grandskoðað og slípað öll rör sem ég hef sett í hann sem mér fynnst vafi á, ég hef engin rör notað sem eru illa farin eða orðið illa ryðguð og ég hef ekki farið neinstaðar niður fyrir 4mm rör og því er styrkurinn gífurlegur þegar það er búið að stífa bílinn svona vel af, verður að gera þér grein fyrir að ég er ekki á leiðinni í rallýið, ég er ekki á leiðinni í torfæruna heldur er ég að fara að leika mér heima í sveit og sýna mönnum að það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt efni í allt og alltaf það dýrasta, ég er að smíða heilan bíl sem ég veit að mun þola býsna margt og það allt með um 30þús króna kostnaði, ég væri til í að sjá þig gera það kæri buggy snillingur íslands :roll:
en hver veit, kannski hef ég hel rangt fyrir mér og hann eiðilegt, mér fynnst það mjög ólíklegt því eftir að hafa skoðað marga marga bíla sem hafa verið smíðaðir einmitt svona á landinu og séð þá taka heljarinnar veltur og stökk án þess að leggjast saman eða fara í rúst þá hef ég ekki áhyggjur með bíl sem er smíðaður úr fínasta stáli, vel soðinn saman og styrkur meira en kannski hefði verið þörf.........en það myndi ég frekar telja kost því þá leggst hann jú síður saman
takk samt kærlega fyrir commentin og ég væri rosalega til í að sjá þessa buggy bíla sem þú hefur verið að smíða og sjá þá "hvernig á að gera hlutina"
Racer:
--- Quote from: biturk on February 25, 2011, 16:18:33 ---sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o
--- End quote ---
var að tala um þetta
annars finnst mér svona suður ekkert fallegar né fagmannlegar en svo gæti þessi hafa náð gegnumsuðu og er í lagi undir og yfirborðið er eina sem hægt er að setja út á , svo er alltaf spurning hvort yfirborðið er svona vegna þess það var soðið yfirsuða til að fylla yfir aðra betri suðu undir.
JHP:
Hr Bitur,Viltu ekki aðeins kynna þér hverja þú ert að tala áður enn þú ferð að rífa þig #-o
íbbiM:
já nú er ég búnað sjá þetta á allavega tveim spjöllum og allir sem skoða þetta segja það sama. og það er bara ekki tekið í mál og allir aðrir vita ekkert hvað þeir eru að gera
biturk:
--- Quote from: Racer on February 25, 2011, 20:34:24 ---
--- Quote from: biturk on February 25, 2011, 16:18:33 ---sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o
--- End quote ---
var að tala um þetta
annars finnst mér svona suður ekkert fallegar né fagmannlegar en svo gæti þessi hafa náð gegnumsuðu og er í lagi undir og yfirborðið er eina sem hægt er að setja út á , svo er alltaf spurning hvort yfirborðið er svona vegna þess það var soðið yfirsuða til að fylla yfir aðra betri suðu undir.
--- End quote ---
heirðu bingó
þarna undir er fínasta suða, þessi fyllti bara yfir og þar sem þetta er undir bílnum þá nennti ég ekki að slípa burt því hún truflar mig ekkert
eins og áður hefur komið fram þá er ég ekki að sjóða í fyrsta sinn, en ég er aftur á móti að sjóða þetta með 30 ára gömlum trans sem er ekki hægt að að stilla eftir neinum tölum og heldur straumnum ekki nægileg jöfnum, það er dáldið trikk að ná fallegri suðu með honum en þær eru sterkar og hann síður vel
þess má líka til gamans geta að ég skar og skoðaði allar suður í veltibúrinu og ekki ein þeirra var gölluð svo ég sauð bara yfir þær aftur :)
--- Quote from: JHP on February 26, 2011, 11:23:00 ---Hr Bitur,Viltu ekki aðeins kynna þér hverja þú ert að tala áður enn þú ferð að rífa þig #-o
--- End quote ---
ekki ætla menn að fara að pulla hér "veist ekki hver ég er??"* #-o
--- Quote from: íbbiM on February 26, 2011, 12:41:36 ---já nú er ég búnað sjá þetta á allavega tveim spjöllum og allir sem skoða þetta segja það sama. og það er bara ekki tekið í mál og allir aðrir vita ekkert hvað þeir eru að gera
--- End quote ---
já en allt hafa þeir sameiginlegt eftir minni bestu vitund, enginn þeira hefur smíðað buggy úr öðru heldur en heildregnu og hafa þess vegna ekki reynslu af þessu. allir sem hafa komið og skoðað hann hjá mér sem eru nú orðnir býsna margir hafa allir sagt að þetta lofi vel, síðann er ég nú með mér við hlið málmsmíðameistara og mann sem hefur smíðað nokkra svona buggy bíla úr venjulegum rörum svo það er nú ekki eins og við séum bara einhverjir kálfar útí fjósi :roll:
en ég reindar setti þetta nú bara hjérna inn því mér datt í hug að menn hefðu áhuga á þessu hjérna en aftur á móti ef að það virðist vera ákveðin regla að þurfa að gera allt sem dýrast þá hefur maður sosem ekkert við það að gera að sýna mönnum það sem maður er að gera, það eru bara ekki allir eins og það er engin ein leið til að smíða svona bíl, þetta er mín leið og ég tel þetta yfirdregið meira en nógu sterkt til að þola það sem ég ætla mér í, síðann verður bara að koma í ljós hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki.
en ef að þetta er eitthvað sem menn vilja ekki hafa hjérna þá má bara læsa þessum þráð strax :roll:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version