Author Topic: mazda 323 4x4 Buggy  (Read 22467 times)

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #20 on: February 25, 2011, 16:18:33 »
mér sýnist að það hefði verið betra að fleygja gömlu rörunum og sjóða allt uppá nýtt þar sem ég rak augun í að það er nú ekki fallegur suðustrengur á nokkrum stöðum á gömlu rörunum.

t.d.
þessi samsketti.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00624.jpg

er einhver stuðningur þarna í botninum , hægri frá dekkinu? , mér sýnist að rör ná ekki saman heldur eru tvö rör soðin saman utan á L-bitann.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00636.jpg

sést kannski betur hérna það sem ég er að reyna koma útúr mér , ég tel að þetta á eftir að gefa sig einmitt þarna á milli vélar og farþegarými við harkalega lendingu eða þegar við inngjöf.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00633.jpg
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/DSC00449.jpg

annars er þetta þitt líf og ég ætti ekki að vera skipta mér af  :neutral:

sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o

Ess itvö rör eru 5mm og ná alla leið í gegn, þetta eru heil rör frá enda til enda nema þar sem ég sökkti honum ofaní drifbitan, þar skeitti ég saman rörinu til að fá það heilt í gegn því það var bara soðið á drifbitan, það fannst mér ekki nægilega sterkt svo ég sló rör uppá endann á langa, sló bútinn inn í það alveg upp að hinu og sauð í báða enda, skar síðann sitthvorum megin á yfir rörið á báðum endum og sauð þar oní, það sést á myndunum betur

það er ekki fræðilegur að þetta gefi sig, ég á eftir að styrkja vinkilinn og það sést betur á morgun þegar ég set mótorinn á sinn stað hvort ég hreinlega geti ekki soðið á móti vinkil alla leið eins og ég gerði að aftan, þá er það orðið mikið meira en nægilega sterkt

þakka þér fyrir áhyggjurnar af mér og ég er alltaf til í að fá svona spurningar sem vekja áhuga eða einmitt svona vangaveltur því þá get ég bara svarað og menn talað saman eins og fullorðnir :P

flott hj´þér fordfjarki, en þá ætla ég líka bara að biðja þig um að vera ekkert að skipta þér af því þú hefur greinilega ekki hugmynd um það sem þú ert að tala um og ég skil eiginlega ekki hvað þú ert eiginlega að skoða þetta þar sem þú hefur augljóslega ekki áhuga á þessu, það er margsannað með litla og létta buggy bíla sem eru ætlaðir í það sem ég er að fara að gera (engin big jump, enginn 180km akstur og þess háttar) að heildregið efni er ekki nauðsynlegt, það væri auðvitað fínt ef maður hefði efni á því að gera búrið aftur úr heildregnu en það er ekkert mál að gera það seinna meir. þetta er ekki fyrsti, ekki annar og alls ekki síðasti buggy á landinu sem er smíðaður úr venjulegum rörum og það ekki nýjum, ég hef grandskoðað og slípað öll rör sem ég hef sett í hann sem mér fynnst vafi á, ég hef engin rör notað sem eru illa farin eða orðið illa ryðguð og ég hef ekki farið neinstaðar niður fyrir 4mm rör og því er styrkurinn gífurlegur þegar það er búið að stífa bílinn svona vel af, verður að gera þér grein fyrir að ég er ekki á leiðinni í rallýið, ég er ekki á leiðinni í torfæruna heldur er ég að fara að leika mér heima í sveit og sýna mönnum að það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt efni í allt og alltaf það dýrasta, ég er að smíða heilan bíl sem ég veit að mun þola býsna margt og það allt með um 30þús króna kostnaði, ég væri til í að sjá þig gera það kæri buggy snillingur íslands :roll:

en hver veit, kannski hef ég hel rangt fyrir mér og hann eiðilegt, mér fynnst það mjög ólíklegt því eftir að hafa skoðað marga marga bíla sem hafa verið smíðaðir einmitt svona á landinu og séð þá taka heljarinnar veltur og stökk án þess að leggjast saman eða fara í rúst þá hef ég ekki áhyggjur með bíl sem er smíðaður úr fínasta stáli, vel soðinn saman og styrkur meira en kannski hefði verið þörf.........en það myndi ég frekar telja kost því þá leggst hann jú síður saman

takk samt kærlega fyrir commentin og ég væri rosalega til í að sjá þessa buggy bíla sem þú hefur verið að smíða og sjá þá "hvernig á að gera hlutina"

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #21 on: February 25, 2011, 20:34:24 »
sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o

var að tala um þetta


annars finnst mér svona suður ekkert fallegar né fagmannlegar en svo gæti þessi hafa náð gegnumsuðu og er í lagi undir og yfirborðið er eina sem hægt er að setja út á , svo er alltaf spurning hvort yfirborðið er svona vegna þess það var soðið yfirsuða til að fylla yfir aðra betri suðu undir.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #22 on: February 26, 2011, 11:23:00 »
Hr Bitur,Viltu ekki aðeins kynna þér hverja þú ert að tala áður enn þú ferð að rífa þig  #-o
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #23 on: February 26, 2011, 12:41:36 »
já nú er ég búnað sjá þetta á allavega tveim spjöllum og allir sem skoða þetta segja það sama. og það er bara ekki tekið í mál og allir aðrir vita ekkert hvað þeir eru að gera
ívar markússon
www.camaro.is

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #24 on: February 26, 2011, 19:17:18 »
sæll.....ég sé nú bara ekki athugavert við fyrstu myndina #-o

var að tala um þetta


annars finnst mér svona suður ekkert fallegar né fagmannlegar en svo gæti þessi hafa náð gegnumsuðu og er í lagi undir og yfirborðið er eina sem hægt er að setja út á , svo er alltaf spurning hvort yfirborðið er svona vegna þess það var soðið yfirsuða til að fylla yfir aðra betri suðu undir.

heirðu bingó

þarna undir er fínasta suða, þessi fyllti bara yfir og þar sem þetta er undir bílnum þá nennti ég ekki að slípa burt því hún truflar mig ekkert

eins og áður hefur komið fram þá er ég ekki að sjóða í fyrsta sinn, en ég er aftur á móti að sjóða þetta með 30 ára gömlum trans sem er ekki hægt að að stilla eftir neinum tölum og heldur straumnum ekki nægileg jöfnum, það er dáldið trikk að ná fallegri suðu með honum en þær eru sterkar og hann síður vel
þess má líka til gamans geta að ég skar og skoðaði allar suður í veltibúrinu og ekki ein þeirra var gölluð svo ég sauð bara yfir þær aftur :)

Hr Bitur,Viltu ekki aðeins kynna þér hverja þú ert að tala áður enn þú ferð að rífa þig  #-o

ekki ætla menn að fara að pulla hér "veist ekki hver ég er??"* #-o
já nú er ég búnað sjá þetta á allavega tveim spjöllum og allir sem skoða þetta segja það sama. og það er bara ekki tekið í mál og allir aðrir vita ekkert hvað þeir eru að gera

já en allt hafa þeir sameiginlegt eftir minni bestu vitund, enginn þeira hefur smíðað buggy úr öðru heldur en heildregnu og hafa þess vegna ekki reynslu af þessu. allir sem hafa komið og skoðað hann hjá mér sem eru nú orðnir býsna margir hafa allir sagt að þetta lofi vel, síðann er ég nú með mér við hlið málmsmíðameistara og mann sem hefur smíðað nokkra svona buggy bíla úr venjulegum rörum svo það er nú ekki eins og við séum bara einhverjir kálfar útí fjósi :roll:


en ég reindar setti þetta nú bara hjérna inn því mér datt í hug að menn hefðu áhuga á þessu hjérna en aftur á móti ef að það virðist vera ákveðin regla að þurfa að gera allt sem dýrast þá hefur maður sosem ekkert við það að gera að sýna mönnum það sem maður er að gera, það eru bara ekki allir eins og það er engin ein leið til að smíða svona bíl, þetta er mín leið og ég tel þetta yfirdregið meira en nógu sterkt til að þola það sem ég ætla mér í, síðann verður bara að koma í ljós hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki.

en ef að þetta er eitthvað sem menn vilja ekki hafa hjérna þá má bara læsa þessum þráð strax :roll:


Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #25 on: February 27, 2011, 12:07:35 »
Nei Nei nei Svona nú ekki fara í fílu Þó að við sauðirnir sem ekkert vitum séum einhvað að böggast í þér. Við höfum jú allir misjafna sín á málunum.
Ég vill til dæmis hafa mína bíla úr heildreignum rörum. Þá er altaf möguleiki að það sé hægt að keppa í akstursíþróttakeppnun eins og rally kross eða kvartmílu. Einnig vill ég hafa Þá einnsmanns. þannig get ég haft þá minni, léttari og skemtilegri að öllu leiti.
Svo finst mér að vélinn eigi að vera afturí. Þetta er nú bara mín sýn á þessi mál. Þú mátt alveg vera ósamála mér. Enn endilega komdu með framhald. Svo væri gaman að fá að vita hvernig þetta reinist í aksjón.
Kv Teddi.

Offline Gunnar Már

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #26 on: February 27, 2011, 12:56:08 »
Ég hef líka lúmskan grun um að þeir aðilar "þar á meðal ég" sem voru að setja út á suður og annað slíkt hafi ekki verið að því eingöngu til að böggast í þér heldur til að forða slysi ef bílinn reynist ekki nógu sterkbyggður.
Ef ég á að segja mitt mat þá vil ég frekar segja mína meiningu um hlutina ef mér finnst þeir ekki nógu góðir frekar en að segja ekkert og fá síðan samviskubit ef eitthvað gerist.
Ef að þú eða hver sem er eru ekki menn til að taka gagnrýni þá er það ykkar vandamál ekki mitt.
Ég hef tekið nokkur suðupróf í rörasuðu og til dæmis er standardinn á hitaveiturörasuðu á íslandi það hár að það dugar til að meiga sjóða gas og oliu lagnir í evrópu þannig að ég tel mig vita hvað ég er að skrifa um í sambandi við rafsuðu.
Það eru einnig mjög góð viðmið að falleg suða er yfirleitt góð suða en sjaldnast er ljót suða góð suða.

Kveðja
Gunnar

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #27 on: February 27, 2011, 13:06:30 »
Mér finnst þetta bara helv. gott hjá þér mikill dugnaður og vilji,hefði heldur viljað sjá heildregið í búrinu en vonandi heldur þetta.
Komdu svo með heildar vigtina þegar allt er komið það er lúmskt mikið af kílóum eftir þó búið sé að sjóða allt saman.
Með suðurnar þá er það alls ekki algilt að falleg suða sé góð suða,hef margoft séð gullfallegar eggsléttar verksmiðjusuður flettast af og ekki einu sinni sár eftir þær í járnið því miður.
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline Gunnar Már

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #28 on: February 27, 2011, 13:17:54 »
Enda sagði ég íka "yfirleitt" Ég var ekki að tala um róbóta suður úr verksmiðju þar sem eldhúðin er ekki einusinni hreinsuð af efninu.
Ég var að meina handsuður soðnar annaðhvort með pinna eða mig/mag.

Gunnar

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #29 on: February 27, 2011, 13:46:35 »
Váááááá :!: :!: :!: :!: :!:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #30 on: March 02, 2011, 19:16:05 »
hvernig væri best að festa bensín tankinn? tók tank úr dodge aries sem ég átti, er búnað smíða undir hann en var að spá hvort ég ætti að strappa hann bara niður eða hver væri besta og ódýrasta lausnin?

gangsetning verður vonandi fyrir mánaðarmót, mótorinn er kominn oní, við festum pedalasettið áðan og breittum stýrisleggnum í nánast upprunalegt horf eftir að hann hafði verið skítmixaður þegar ég fékk bílinn :neutral:

sætin eru bæði orðin föst og bílinn stendur í dekkin.....búnir að setja blikk að mestu í toppinn og byrjaðir að aftan......þetta er eiginlega bara allt að gerast :mrgreen:

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #31 on: March 21, 2011, 18:34:25 »
bahh, mér leiðst, get ekki beðið svo þið fáið teaser, annars verða þetta alltof margar myndir seinna meir að setja inn #-o


og já, menn hafa verið að kvarta undan suðum, ég tók myndir af suðum í hornastyrkingunum, reinar er smá hitaskán yfirhluta af þeim en þær eru allar perfect þarna eins og annarstaðar, ég hef bara ekki séð ástæðu til að slípa niður ljótar suður sem eru bara til að fylla yfir, ég skil ekki eftir mig suður sem ég treisti ekki [-X

sætin eur reindar aftur komin í og búnað leggja og tengja bremsurnar og bensínleiðslurnar nema við tankinn, vantaði hosurnar þar og þær eru í skottinu hjá mér útá hlaði eins og er :beer

geðveikt að sitja um borð og fá fílingin, hvet alla sem hafa áhuga á akureyri að hafa samband við mig og fá að skoða, ég tek vel á móti mönnum niðurfrá ;)



























sæti,stýr, handbremsa og gírstöng........allt boltað niður, einnig gólfið hlutað niður og skrúfað með sjálfborandi skrúfum til að auðvelda niðurrif og aðgang ef það þarf að skipta hlutum út eða komast betur að einhverju, allar rær soðnar fastar svo það er bara skrall, ekkert halda á móti með lykli bull :beer

þetta var gamalt update af vaktinni

hér koma nýjar myndir, á bara eftir að setja pústið á hann (tvöfalt púst sem kemur að aftan, það mun sjást betur þegar koma myndir) festingar undir renault tankinn sem endaði í honum og dráttarbeislið ásamt styrkarbita milli demparaturna að framan til varnar innspýtingu í veltu. klára hann á morgun og fer út að leika meira.........er þegar búinn að fara nokkrum sinnum og það er helvíti gaman, ríf hann í sundur á miðvikudaginn og byrja að mála.

já......ég núllaði líka kílómetramælirinn.....ef einhver á hraðamælabarka í góðri lengd má hann hafa samband, það vantar 4 cm uppá að original barkinn nái ](*,)























Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #32 on: March 22, 2011, 10:48:59 »
Þessi er einsmans og er 600 KG.

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #33 on: March 22, 2011, 10:54:29 »
Önnur eftir smá betrumbætur. Þetta er nú sá buggy sem ég smíðaði síðast.

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #34 on: April 13, 2011, 18:56:29 »
það hefur nú ekki gengið vel að fá video, gangtruflanir, mistök, gleimska og vont veður hafa lagt þær áætlanir í rúst hjá okkur......að ég tali nú ekki um tímaleysi til að komast út og prufa almennilega

en ég fór sunnudaginn síðasta og gerði hann drullugann svo um munar, og við ætlum út á morgun, það er núna ekkert eftir nema klára að blikka, smíða hlífðarplötu undir afturdrif og mála stuðara og smá blettun. síðann að smíða loftinntakið uppá topp og þá er það einu vandamáli færra til að geta keirt í djúpu vatni :happy

hann gengur fínt, hér eru myndir þar sem smíðin er nú brátt á enda og bíllinn fer í fulla notkun. ég á bara eftir að panta mér belti og kaupa síðann blikk og klára að blikka..........en það gerist bara einhvern tímann í sumar enda liggur mér ekkert rosalega á :P


hér eru myndir, þær verða svo teknar fleiri fljótlega af öllum sjónarhornum þegar hann verður allur málaður og nokkuð hreinn, þá fær allt í að líta dagsins ljós ;)


ég á líka eitt eða tvö video af mér að sjóða einhverstaðar......þarf bara að breita því á almennilegt format og koma því á þúrör #-o


Offline meistari

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 485
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #35 on: April 15, 2011, 01:36:48 »
torfærugrindinn hja mer nær nu ekki 300kg án krams og hasinga ert þu að fara i einhver hlejarstökk a þessu a 300km hraða
petur pétursson

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #36 on: April 15, 2011, 13:49:54 »
Var ekki Mazdan bara ágæt einsog hún var? Hvað er þessi buggy mörgum kíloum þyngri en upprunalega mazdan?
Einar Kristjánsson

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #37 on: April 15, 2011, 14:20:50 »
ekki vera svona heimskur, ef þú ætlar að segja útá eitthvað lestu þá þráðinn fyrst og reindu síðann að tala með öðrum enda en rassgatinu á þér, helduru virkilega að kram í bílnum og blikk sé 900kg?

original er þessi bíll um 1200kg og grindin er um 300 kg......

ég hélt reindar þegar ég skráði mig inn að hér væru bíla áhugamenn sem tæku vel í að það væri verið að smíða og græja tæki á landinu en menn væru ekki að keppast um að tala niður til annara og brjóta niður. Ef þið hafið ekki áhuga á buggy bílum og hafið ekkert gáfulegt að segja sleppið því þá bara, ef þetta er ekki réttur vettvangur til að hafa svona tæki nú þá bið ég bara stjórnendur um að eiða þræðinum því þá hefur hann hvort sem er ekkert að gera hér.

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #38 on: April 15, 2011, 14:33:52 »
láttu ekki nooba póst brjóta vilja þinn til að deila vinnu þinni á þessu Buggy og miða við 2738 Views á 3 mánuðum bentir til að það sé áhugi á þessi verkefni.
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #39 on: April 15, 2011, 16:00:56 »
Ok, sorry vinur, þetta var vanhugsuð athugasemt hjá mér. Þetta er mjög flott hjá þér. Farðu þér bara ekki að voða á þessu. :smt023
Einar Kristjánsson