Sælir félagar.
Sæll Stefán.
Það er eins og "pólitíkusarnir" segja: "ég finn fyrir sterkri undiröldu".
Nei svona í fúlustu alvöru, þá hef ég góða tilfinningu fyrir þessu verkefni eins þegar við störtuðum þessu fyrir sex árum.
Það er að mér finnst svolítið tómarúm einmitt þar sem þessir "muscle cars" og "modern muscles" eru að koma inn, og mér finnst svona á flestum að aðrir klúbbar séu að þróast í aðrar áttir.
Síðan er það kannski líka það að okkur langar að ná sambandi við "grasrótina" sem í raun var þess valdandi að KK var stofnaður, en þar voru jú þessir gömlu "muscle cars" allsráðandi.
Síðan er það náttúrulega svæðið við kvartmílubrautina sem býður upp á bestu aðtöðuna fyrir bílaáhugamenn í dag og er gríðarlega vannítt.
Síðan var bara að minna á þetta en og aftur þar sem handboltinn er allsráðandi í dag! !ÁFRAM ÍSLAND!
Kv.
Hálfdán.