Kvartmílan > Almennt Spjall
Hreinsa álfelgur
kiddi63:
Hverju mæla menn með til að fríska upp álfelgur.
Mér var bent á :Clean Wheel - Felguhreinsir frá Wynn´s en það er víst ekki selt í lausu,
aðeins í stórum brúsum fyrir verkstæði. (Svo er mér sagt)
Hafa menn einhverja reynslu af þessu ?
baldur:
Ég keypti einhverja felgusýru í Poulsen, bara selt á 5 lítra og 20 lítra brúsum minnir mig og maður notar bara pínulítið magn í hvert skipti, ber það á felgurnar með bursta og skolar af með vatni.
5 lítra brúsinn kostaði eitthvað rétt innan við 10 þúsund kall, ekki alveg gefins en þetta þrælvirkar, felgurnar glansa á eftir, allt bremsusótið lekur bara af.
Efnið skemmir heldur ekki lakk, sem að er kostur.
bæzi:
www.mothers.is
þessi er ekta sterkur nær öllu af..... http://mothers.is/vorur/vara/id/58
kv bæzi
383charger:
Wurth Álfelguhreinsir, fæst í næstu wurth búð...
500ml úðabrúsi. ´Sýra sem þræl virkar
Muna að sýna KK Skirteinið
AlexanderH:
Eftir að hafa prófað flest merki þá hef ég orðið ánægðastur með P21S Power Gel, veit ekki hvort það fáist á Íslandi en þetta fæst hérna í Noregi. Ekkert smá ánægður með það, líka ekki sterk og vond lykt af því sem gerir það leiðinlegt að vinna með, hreinsar frábærlega, gefur flottan gljáa og verndar einnig felguna eftir notkun.
Annars hef ég verið mjög ánægður með 1Z sem bæzi mældi með líka en tæki þó P21S framyfir það.
Porsche selur þetta t.d. sem þann felguhreinsi sem þeir mæla með útum allan heim ;)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version