Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Ford Crown Victoria?

<< < (2/2)

Smokie:
það er einn gamall Crown Victoria í elliðaárdalnum, man ekki hvað kallin heitir sem á hann, hann er með heilan helling af bílum í kringum húsið hjá sér

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Eitthvað er nú til af þessum mjög svo skemmtilegu bílum sem voru bæði fáanlegir með 5.0L og 5.8L vélum (302/351W) og síðan eftir 1992 með 4.6L og 5.4L Modular og Triton vélum.
Þessir bílar eru sagðir vera einhver sá besti lögreglubíll sem notaður hefur verið í Ameríku. :wink:

Læt fylgja með eina mynd af mínum gamla en þarna var búið að koma honum í leikbúning fyrir bíómyndina "A Little Trip To Heaven".



Kv.
Hálfdán. :roll:

AlexanderH:
Rosalega varð hann töff eftir að hann fór í löggubúninginn, hélstu honum ekki bara svona? :D

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Nei, ég keyrði hann svona í nokkra daga og reif síðan grafíkina af honum.

Kv.
Hálfdán. :roll:

eddigr:
ég eignaðist þennann hvíta (SI-367) einu sinni...hann var orðinn frekar þreyttur þá...eftir því sem ég bestr veit þá er búið að rífa hann núna. en ég notaði hann helling

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version