Author Topic: Nýjar Reglur í Kvarmílu. Mótorhjól.  (Read 3073 times)

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Nýjar Reglur í Kvarmílu. Mótorhjól.
« on: January 25, 2011, 15:24:30 »
 
MSÍ er að leggja lokahönd á regluverkið.
Reglurnar eru birtar með fyrirvara um að ekkert
breytist í samþykktarferli MSÍ sem lýkur nú í Janúar.

MSÍ hefur farið yfir þessar reglur og gerir ekki athugasemd.
KK hefur einnig farið yfir þessar reglur og gerði ekki athugasemd.

Því að öllu óbreyttu eru þetta reglurnar og menn geta farið að
aðlaga sig að þeim.

Reglurnar eru samdar með ákveðnar þróanir í huga sem eiga sér stað í sportinu, með tilliti til
þáttöku og uppbyggingu. Einnig er verið að mæta óskum KK sem setti fram
ákveðin skilyrði sem höfð voru í huga þegar reglurnar voru endurskoðaðar og þeim breytt.

Fyrir Hönd MSÍ Götuhjólanefdarinnar
Hafsteinn Eyland



Keppnisreglur MSÍ fyrir Kvartmílu.


o 1.0 Flokka skipting:
o 1.1 Grunnflokkarnir eru fjórir, Götuhjólaflokkur,
modified,tímaflokkur og opinn.

o 1.2 Í Götuhjólaflokki eru eftirtaldar breytingar leyfðar.
Breytingar utan mótors þ.e.a.s. full system, TC, Power commander, Ignition
moduler, G-pack (limiteringa eyðir) ásamt keppnis kúplingskörfu.
Heimilt er að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, fjarlægja
loftsíu og stakka.

o 1.3 Óheimilt í götuhjólaflokk.
QS/skiptirofar (Quick shifter), loftskiptir, Delaybox. Tveggja,
margþrepa og slider kúplingar eru bannaðar. Lock up kúplingar aðrar en
OEM eru bannaðar.
Allar breytingar sem snúa að mótor eru óheimilar. Þ.e.a.s. Breytingar á
Knastásum, Head og packningu, stimplum, sveifarás og öðru innan mótors.
Bannað er að nota lengingar, strappa. Heimilt er að lækka framfjöðrum
um 2 cm frá efstu brún engin lækkun á afturfjöðrun.
Nota skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna
Dekk skulu vera ætluð til götuhjólaaksturs og DOT merkt.

o 1.4 Í modified eru allar breytingar leyfðar nema notkun auka
aflgjafa og ofrisvarnargeindur. Dekkjanotkun er takmörkuð við track
slicka, drag slickar eru bannaðir.
Annað eldsneyti en bensín bannað. Gera skal grein fyrir
rúmtaksbreytingum og færist til um flokka sem því nemur.

o 1.5 Í opnum flokki eru allar breytingar leyfðar. Hjól skulu
standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggisbúnað samkvæmt
reglum MSÍ.
Heimasmíðuð hjól skulu skoðuð sérstaklega og síðan prufukeyrð minnst 2
ferðir áður en tímatökur hefjast. Ofrisvarnargrindur skulu vera
sterkar, stöðugar, tryggilega festar og án málmhjóla. Neyðarádrepari
sem tengdur er við ökumann með línu er skylda. Hámarksþyngd 400 kg
tilbúið í keppni án eldsneytis og ökumanns.
Notkun allra hjólbarða er heimil svo lengi sem þeir eru framleiddir
til notkunar í kvartmílu. Hjól skulu vera með vökvabremsum framan og
aftan.

o 1.6 Tímaflokkar 9.90 og 10.90
Allar breytingar leyfðar innan mótors.
Bannað er að nota lengingar, ofrisvarnargrind, strappa og lækkanir.
Auka aflgjafar eru bannaðir. Hjól skal vera homologated.

o 2.0 Öryggisatriði:
o 2.1 Virkur neyðarádrepari skal vera til staðar og staðsettur svo
hægt sé að ná í hann með báðar hendur á stýri.

o 2.2 Keppendur verða að vera með viðurkenndan lokaðan hjálm.

o 2.3 Strappar sem notaðir eru skulu vera af viðurkenndri gerð,
ætlaðir í þessa notkun og vera boltaðir fastir en ekki kræktir.

o 2.4 Keppendur sem ná 160km endahraða verða að vera í leðurfatnaði
sem viðurkendur er og ætlaður til bifhjólaaksturs.

o 2.5 Að 160 km hraða skal vera viðurkenndur öryggisfatnaður ætlaður
til götuhjólaaksturs.

o 3.0 Hemlar:

o 3.1 Hemlar eiga að virka á bæði hjól og vera aðskildir, nema
hjólið sé öðruvísi útbúið frá framleiðanda.

o 3.2Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 250 x 5 mm ef einn
diskur er notaður.
Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 220 x 5 mm ef tveir eru
notaðir.
Lágmarks þvermál á bremsudisk að aftan er 175 mm.
Lágmarks þvermál á skálabremsum er 150 mm.
Í götuhjólaflokk skal bremsukerfi vera OEM.

o 4.0 Felgur:
o 4.1Felgur framleiddar fyrir annað en bifhjól eru bannaðar.

o 4.2 Felgur minni en 15" eru bannaðar nema í skellinöðruflokki.

o 5.0 Hjólbarðar:

o 5.1 Munsturdýft hjólbarða við skoðun fyrir spyrnu sé að lámarki
2mm að aftan og 2mm að framan.

o 5.2 Hjólbarðar skulu vera framleiddir fyrir bifhjól, undanþága í
opnum flokkum er fyrir þessu ákvæði.
5.3 Sé búið að eiga við dekk telst dekkið ólöglegt.

o  6.0 Fjöðrun:

o 6.1 Lágmarksfjöðrun að framan skal vera 50 mm.

o 6.2 Vökvademparar að framan skylda.

o 6.3 Lágmarkshæð undir hjól með ökumanni er 50mm við 0,5 bar
þrýsting í dekkjum..

o 6.4 Enginn hluti hjólsins nema dekk má snerta jörð þegar fjöðrun
er að fullu samanpressuð.

o 7.0 Kærur:
o 7.1 Keppnisstjóri hefur úrslitavald á mótstað. Keppandi sem er
ósáttur við úrskurð keppnisstjóra getur óskað efrit skýrslu
keppnisstjóra og lagt fram kæru á ákvörðun keppnisstjóra til dómstóls
MSÍ. Kærufrestur ákvarðanna keppnisstjóra til dómstóls er ein vika og
kærugjald er samkvæmt gjaldskrá MSÍ sem greiðist til MSÍ þegar kæra er
lögð fram. Nánari upplýsingar má sjá á vef MSÍ www.msisport.is

o 8.0 Keppnisfyrirkomulag:
o 8.1 Keppendum er heimilt færa sig upp um flokk eins og reglur
segja til um.

o 8.2 Flokkar eru ekki keyrðir nema 3 eða fleiri séu skráðir í
flokk.

o 8.3 Ef nægileg þátttaka næst ekki í flokk er keppanda heimilt að
reyna setja met í flokknum eða færa sig um flokk.

o 8.4 Lágmarks fjöldi keppna til íslandsmeistara eru þrjár. Öll stig í
keppni gilda til íslandsmeistara

o 8.5 Stigagjöf : 1.sæti 90 stig / 2.sæti 70 stig / 3-4. Sæti 50 stig
5-8 sæti 30 stig / 9-16 sæti 10 stig

8.6 Sá sem á betri tíma í tímatökum eða sá sem á betri tíma dagsins
á þeim stað í keppninni á fyrsta brautarval

o 8.7 Mætingarstig 10 stig

o 8.8 Íslandsmet 5 stig einungis hægt að setja eitt met í keppni. Besti tími
telst sem íslandsmet í flokk í keppni. Ef keppendur eru færri en 3 og
flokkur ekki keyrður má keppandi reyna við Íslandsmet og færa sig
samhliða milli flokka. Keppandi fær ekki stig til Íslandsmeistara í
þeim flokk sem met er sett í.

o 8.9 Mæting í allar keppnir gefa 31 stig

o 8.10 Tímatökustig: Eitt stig er gefið fyrir hvern keppanda í viðkomandi
flokk þ.e.a.s. Besti tími í tímatöku margfaldast með fjölda keppanda í
flokk og fer svo stig lækkandi eftir því sem neðar dregur.

o 8.11 Þrjár ferðir hámark í tímatökur (ef farið er fleiri ferðir en
þrjár gilda fyrstu þrjár)

o 8.12 Setja þarf lágmark einn tíma í tímatökum til að skrást í keppni.

o 9.0 Keyrslu reglur tímaflokka

o 9.1 Keyrsluröðun ákvarðast af tímatökum. Fari keppandi undir
tímamörk flokks í öllum ferðum fer hann aftastur í rásröð (skráist  með
lagasta tíma í tímatökum)

o 9.2 Fari keppandi undir tíma flokksins telst það sem töpuð ferð.

o 9.3 Tímatökuflokkar eru ekki keyrðir til Íslandsmets og fæst því
ekki stig fyrir Íslandsmet til Íslandsmeistara.

o10.0 ÚTLIT:

Hver einstakur aðili í starfandi aðstoðarliði sé vel vakandi sé hann
staddur í uppstillingu, ræsingu eða viðgerðarhluta brautarinnar. Skór
eru skylda. Stuttbuxur og berir handleggir og fætur eru bannaðir.
o 10.1 FRAMKOMA:
Ökutæki í keppni skulu vera snyrtileg og frambærileg á öllum tímum.
Þau sem talin eru vanbúin getur verið hafnað af skoðunarmönnum
(MSÍnefnd). Framkoma þess fólks sem stendur að ökutækjum er jafn
mikilvæg, og er háð sömu skilyrðum.

o 10.2 SKILRÍKI:
Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini í keppni.

Keppnisflokkar.


* A flokkur Unglinga
Keyrður á bracket cc eftir aldursheimild.

B Tímaflokkur 10.90
(Ótakmörkuð cc stærð)

C Tímaflokkur 9.90
(Ótakmörkuð cc stærð)

* E flokkur Götuhjól
 4 Strokka að 700cc
 2 Strokka að 848cc

G Flokkur Götuhjól
4 strokkar 701cc til 950cc
2 strokkar 849cc til 998cc

* I flokkur Götuhjól
 4 Strokka 951cc til 1150cc
 2 Strokka 999cc til 1198cc

* M flokkur Götuhjól
 4 Strokka 1151cc+
 2 Strokka 1191cc+

* H flokkur Mod
o 4 Strokka að - 800cc
o 2 Strokka að -1150cc 

* J flokkur Mod
o 4 Strokka  800cc+
o 2 Strokka 1151cc +

Opnir flokkar

* X
o 1+ Strokka

CC = Cubic centemeters
Önnur hjól svo sem 2t eða 3,5,6,8 strokka og fleiri, flokkast eftir umreikningarreglum um cc ef ekki liggur fyrir augljós flokkur fyrir hjól.

14 Maí - Fyrsta umferð íslandsmeistaramótsins
28 Maí - Önnur umferð íslandsmeistaramótsins
25 Júní - Þriðja umferð íslandsmeistaramótsins
13 Ágúst - Fjórða umferð íslandsmeistaramótsins
27 Ágúst - 1/8 Míla


                                                                                                   
                                                                           

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Re: Nýjar Reglur í Kvarmílu. Mótorhjól.
« Reply #1 on: January 25, 2011, 17:31:51 »
 Einhverjar breytingar verða á orðalagi og er verið að vinna í því.
 Breytingar verða sennilega ekki á reglugerðinni sem slíkri annað en
 Traction Control mun verða Spólvörn og QS/Quick shiftir verður eitthvað
 alveg spes orð ......... eins og Flýti skiptir eða eitthvað álíka gáfulegt.

 Tæknileg orð verða einfölduð svo þau verði skiljanleg fyrir flesta.
« Last Edit: January 25, 2011, 17:34:17 by Haffman »