Það er aðeins V byggðar vélar (V8, V6) þar sem að það þarf að setja eða bolta á sveifarás “hlutfallþyngd” (viktar) af stimpli, hringjum, stimpilbolta, litla og stóra enda á stöng, legur, boltar og olía meðan það er verið að ballancera.
Á línuvélum er þetta ekki eins mikið mál - Sveifarásinn bara ballaneraður einn og sér án þess að þurfa þessa hlutfallsþyngd.
Eins og sagt hefur verið hér í póstum að ofan þá er mesta vinnan í svona V8 ballanceringu að vikta hlutina og jafna vikt á öllum hlutum uppá gramm.
Hægt er að spara sér alveg gríðarlega vinnu með því að kaupa alvöru stimpla og stangir sem er þá framleitt uppá skekkju innan við gramm.
Ef slíkt quality er keypt þá er það tiltölulega einfalt að vikta alla hlutina og setja upp hlutfallsviktina fyrir sveifarásinn. Jafnverl koma allar viktartölur með.
Hinsvegar þá eru svona standard V8 stimplilstangir sennilega mesta málið. Þar er yfirleitt verulegur þyngdarmunur á milli stanga - amk ef að þetta er svona old school USA mótor.
Það þarf að vikta stangirnar með þær hengdar upp í sérstaka rólu og þá vikta hvorn enda fyrir sig og skrá viktina niður. Síðan er slípað af stöngunum (endunum) þannig að allar stangirnar séu í þeirri vikt sem léttust er. Þetta er gert fyrir hvorn enda og viktun er marg-endurtekin eða þar til að þessu viktar-jöfnunarmarkmiði er náð uppá gramm.
Ef að þessi stangarvinna á að vera pró, þá er það venjan að slípa og pússa hliðar á stöngunum og jafnvel pólera þær og auðvitað setja ARP boltana í.
Slíka vinnu þarf alla að framkvæma áður en farið er í að vikta stangirnar og jafna.
Stimplana þarf líka að vikta og jafna alla í sömu vikt en er mun einfaldara.
Yfirleitt tekið efni innanúr þeim í rennibekk.
Þegar allt hefur verið viktað og jafnað uppá gramm, þá eru viktarnar lagðar saman þannig að það er notuð 100% rotating weight plús 4-6gr og 50% resiprocating weight.
Þetta er notað til að búa til hlutfallsviktina sem er svo boltuð með 90% horni á hverja sveif á sveifarás. Þá er hægt að ballancera sveifarásinn með sucess..
Hlynur