Author Topic: 1970 Ford Cortina 1600  (Read 3038 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
1970 Ford Cortina 1600
« on: January 17, 2011, 20:09:42 »
Til sölu er þessi gullmoli. Um er að ræða 1970 módel af Ford Cortinu 2 dyra, upphaflega 1300 deluxe og beinskiptur, en búið er að setja í hana 1600 vél í dag sem þarfnast upptektar vegna slits, en gengur þó ágætlega. Bíllinn hefur verið í eigu minnar fjölskyldu frá upphafi er hann var keyptur nýr hjá Sveini Egilssyni.

Innrétting er algjörlega upprunnaleg og aðeins farið á sjá slit á sætum en ekkert sem þarf að hafa neinar áhyggjur af. Bíllinn er, eins og gefur að skilja kominn til ára sinna og var málaður síðast 1983, en þá voru sett ný frambretti á hann. Hann hefur mestmegnis verið í geymslu síðan þá en einstöku sinnum settur á númer nokkra daga í senn á sumrin.

Vélarsalur var tekinn í gegn 1999, ryðbættur og málaður ásamt framhjólabúnaði sem var endurnýjaður.

Með bílnum fylgir nokkuð af varahlutum, m.a. húdd, tvær hurðar, skottlok, hjólkoppar og hringir, grill, luktarrammar, gúmmílistar, hurðarspjöld ofl. smádót. Bíllinn er ekki mikið ryðgaður, en þarfnast eiganda sem treystir sér til að koma honum í betra stand. 

Mig langar að taka fram að þar sem bíllinn hefur verið í fjölskyldunni frá upphafi, selst bíllinn einungis í góðar og ábyrgar hendur, vegna fleiri bílakaupa hef ég því miður ekki lengur pláss fyrir hann, og sé ekki fram á að nota hann á komandi árum, og langar mig því gjarnan að einhver ábyrgur aðili taki hann að sér.

Ásett verð er 450.000, engin skipti.

Frekari upplýsingar í síma:

696-5717, Magnús
eða
866-0807, Sigurður















Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is