Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Trans Am WS6 A4 2002 "HILIÓ"

(1/19) > >>

Hilió:
PONTIAC TRANS AM WS6 árgerð 2002.

Þennan bíl eignaðist á vordögum árið 2010, hann er lítið ekinn og með mjög gott kram. Bíllinn var algjörlega orginal þegar ég eignaðist hann en það er hann ekki lengur. Ég byrjaði á því að hend í hann Paceseters LT flækjum ásamt 3" ORY-pípu, svo skellti ég undir hann öðrum felgum og lækkaði hann með BMR lækkunargormum sem gerðu hann töluvert skemmtilegri í akstri. Svo var það þegar langt var liðið á síðasa ár að farið var að safna að sér dóti í H/C project. Farið er í gegnum það ferli í máli og myndum hér að neðan  \:D/

Svona leit bíllinn út þegar ég fékk hann í hendurnar.



Í dag lítur hann svona út, kominn á CRAY felgur, 17" x 9" að framan á 275/40 dekkjum og 18" x 10,5" að aftan á 315/30 dekkjum, er líka búinn að henda í hann BMR lækkunargormum, en aksturseiginleikarnir breyttust mikið og til hins betra.



En jæja, jólin komu snemma í ár, Ameríski jólasveinninn kom við hjá mér og afhenti mér þennann líka fína pakka  :mrgreen:



Þannig að það var ekkert annað að gera en að bakka græjunni inn í skúr og byrja að rífa.





Vatnskasinn og kondensirinn fyrir A/C-ið komnir úr ásamt loftinntaki og aðeins farið að bóla á mótornum.



Svolítið þröngt en hefst allt í rólegheitum  :?




Kíkti aðeins í skúrinn í dag og náði að merja heddin af  :D  þannig að nú get ég farið að FLY-CUT-a stimplana, náði einnig í heddin úr plönun (hækka þjöppu) í gær, þannig að þetta er smá saman að fæðast.



Jæja, viuð Bæzi tókum smá rispu í skúrnum í kvöld, LS1 smurdælan rifin úr en henni verður skipt út fyrir Melling high performance dælu, einnig var orginal knasturinn rifinn úr, og allt þrifið upp og gert klart fyrir nýja dótið    :wink:

Búið að sjæna undir Torque Monster-in !



Bæzi að slíta orginal knastinn úr...



MS4 vs. Stock LS1



Mikil einbeitning í gangi  :shock:



Aðeins verið að máta AFR 205 LSX Torque Monster heddin    :roll:



Jæja, það hafðist á síðasta degi ársins, við Bæzi (Bæring) erum búnir að vera sveittir undanfarin kvöld í skúrnum, afraksturinn er jú sá að það er búið að gangsetja og malar hann eins og köttur.  :thumleft:

Hér eru FLY CUT verkfærin komin í orginal heddið og klárt til að henda því á og byrja að skera.



Búið að teipa svo svarfið fari ekki þar sem það á ekki að vera.



Svo var heddinu skellt á og farið að FLY CUT-a.






Hér er búið að skera hægra megin, kom bara vel út.




Bæzi að taka gráðuna af eftir plönunina.



Og svo var klárað vinstra megin.




Þá var komið að því skemmtilega  :mrgreen:

MS4 knasturinn á leið í.




Allar undirlyfturnar teknar úr, þrifnar og yfirfarnar, þessi líka fína vinnuaðstaða.   :-&



Cometic .040" MLS heddpakkning og AFR 205 hedd




ARP heddstuddarnir, glittir líka í Melling olíudæluna.



Orðnir frekar spenntir....



Harland Sharp Adjustable rokkerarmarnir.



Hér er þetta nú farið að taka á sig smá mynd.




Alltaf jafn gott að komast að flækjuboltunum í F-body.   ](*,)




Á síðustu metrunum  :mrgreen:



Gaf honum smá slettu af 116 okt. Race Fuel svona af því að það eru jól.  :lol:



Háspennukeflin tengd ásamt nýju MSD þráðunum.



Mappinu hlaðið inn með HP-uners.



Og þá var bara að setja græjuna í gang.  [-o<

http://www.youtube.com/watch?v=aWGEGZqWwUM

Þökk sé réttu græjunum þá malar hann eins og köttur eins og þið heyrið.

Ég kem svo til með að henda inn lista yfir breytingarnar við tækifæri   :wink:

1965 Chevy II:
Þetta er snilld  =D> flott hljóðið í honum og ekki annað hægt en að dáðst að ykkur að gera þetta með mótorinn í, ekki beint mikið pláss þarna.  :mrgreen:

dart75:
ms4 eru snildar ásar djöfull sakna eg camarosins þegar maður sér þetta en það var álika breyttur :wink:

Hilió:
Já takk fyrir það, það er ansi rosalegt hljóð í honum, ekki sérlega hverfisvænn,  :-" samt stock kerfi fyrir aftan Y. Ásinn lofar góðu, byrjar að toga alveg heiftarlega í 3600 rpm. og það fer ekkert á milli mála að hann vill snúast.  :lol: Nú á ég bara eftir að henda í hann lægra drifi og hærra stalli.

Maverick70:
hann er glæsilegur hjá þér Hilmar ;)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version