Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
BMW E36/5 3.0 TURBO DIESEL 300hp+ & 700nm+
Hr.Cummins:
Ég verð víst að sýna ykkur líka hvað ég er að gera...
Hérna er á ferðinni BMW 316ti (eða Compact eins og flestir þekkja hann)...
Orginal var þessi bíll með 1.6i mótor, mótorheiti M43B16...
Eftir að hafa keyrt um með þá "sleggju" í húddinu í c.a. 3 daga fékk ég hálfgert GUBBUKAST...
Reif þá mótorinn uppúr og seldi fyrir litlar 20þús krónur :!:
Svo vildi það heppilega til að mér áskotnaðist 3.0 TD Common Rail mótor úr X5, mótorheiti M57TUD30
og eftir 15mínútu hugsanagang ákvað ég að púsla mótornum í og sjá hvað þyrfti að græja og gera til
að þetta gengi nú alltsaman upp.
Aftan á þetta skrúfaði ég single mass (solid) swinghjól, 218mm kúplingu og Getrag 250 gírkassa og
er þetta sennilega veikasti hlekkurinn.
Mér býðst hinsvegar ZF 260 úr 525tds ásamt kúplingu og swinghjóli sem að ég stekk sennilega á
en svo er sennilega líka í boði ZF 260 úr 520d (E39) sem að er með stærra kúplingshús og þá gæti ég
sennilega notað kúplingu úr E39 M5, en hún ætti vonandi að halda vel í bíl sem að er tæpum 700kg
léttari en E39 þó að togið sé um 200nm meira !
En fyrir þá sem að ekki vita hvaða mótor M57TUD30 er þá er það sami mótor og er í 530d E60 sem
að fór 13,9 @ 108mph einhverntíma árið 2007 og er sá bíll tæp 1900kg en þessi Compact rétt tæp
1200kg með mótor kassa og öllu klabbinu !
Hérna eru svo myndir fyrir ykkur til að glápa á :)
JHP:
--- Quote ---En fyrir þá sem að ekki vita hvaða mótor M57TUD30 er þá er það sami mótor og er í 530d E60 sem
að fór 13,9 @ 108mph einhverntíma árið 2007
--- End quote ---
Jæja Viktor nú ertu aðeins að fara fram úr þér.
Sá bíll var nú mappaður til að það sé nú í sögunni og ég tók 1/4 á 13.9@102mph og 2.184 í 60 ft til að hafa þetta rétt.
Hr.Cummins:
--- Quote from: JHP on December 31, 2010, 16:01:11 ---
--- Quote ---En fyrir þá sem að ekki vita hvaða mótor M57TUD30 er þá er það sami mótor og er í 530d E60 sem
að fór 13,9 @ 108mph einhverntíma árið 2007
--- End quote ---
Jæja Viktor nú ertu aðeins að fara fram úr þér.
Sá bíll var nú mappaður til að það sé nú í sögunni og ég tók 1/4 á 13.9@102mph og 2.184 í 60 ft til að hafa þetta rétt.
--- End quote ---
Og heldur þú að ég ætli að rönna stock map á þennan Nonni minn :)
og fyrirgefðu, mig minnti 108mph :) farðu ekki að grenja :D hehehehehe
JHP:
Ég er góður enn það er allt í lagi að taka fram að það var ekki orginal bíll sem fór 13,90 :wink:
Hr.Cummins:
hehe, þú sérð nú í fyrirsögninni að þetta eru ekki OEM hestafla/tog-speccar :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version