Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet Concours?
Yellow:
Mamma og Pabbi áttu einn Concours í denn og hann er alveg eins og þessi hérna fyrir neðan:
Þau áttu hann frá árunum 1983-1987 held ég.
Veit einhver um Concours sem hefur verið hérna á landi eða hefur verið?
Það væri mjög gaman að fá einhverjar myndir af honum.
ZeX:
Ég á einn svona í geymslu, ætlaði að mála hann en í ljós kom að toppurinn á honum var að ryðga af svo ég hendi honum í geymslu til að geta unnið í honum þegar ég nenni. Sambandið flutti fullt af þessum bílum inn og þeir voru allir 77' samkvæmt því sem ég frétti. 6cyl línu vél í þessum sem ég á og hefur ekki verið götuskráður síðan 98'. Ég fann hann inn í gám á geymslusvæði, ég prufaði að henda löngum flatjárnum á fjaðrirnar bara upp á grínið. Aftengdi bremsurörinn og demparana og smellti nokkrum myndum :) Að mínu mati eru þessir 4 dyra bílar ekki jafn flottir og 2 dyra bílarnir, líkt og svarti uppá skaga með númerið 1979. Hann er verulega flottur.
Halldór Ragnarsson:
Ég átti 75 novu 1984,þá var toppurinn ,þegar farin að súrna,félagi minn skipti út sitthvorum metranum,hægra og vinstra megin
Þetta var fúsk frá gm,járnið í þeim var ekki betra en þetta
Halldór
57Chevy:
Númerið á þeim svarta á Skaganum er M 1279.
ZeX:
Tek undir það, hér sést ágætlega hvernig ryðið er búið að éta allt burt, sést einnig hvernig búið var að fela ryðið svona skemmtilega með fiber. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri svona ryðgaður fyrr en félagi minn tók skrúfjárn og braut alla kannta í kringum þakið.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version