Kvartmílan > Almennt Spjall

" Muscle car deild í KK "

(1/4) > >>

Gunnar M Ólafsson:
Ágætu félagar.
Á kynningarfundi sem haldin var síðastliðin fimmtudag kom fram hugmynd um að endurlífga „ Nostalgíu deild „ kvartmíluklúbbsins. Ekki stendur til að deildarskipta klúbbnum  í eiginlegum skilningi, heldur ætlum við að búa til vettfang innan klúbbsins handa þeim sem eru með „ gömlu kaggana“  til að hittast og njóta bílana í góðum félagsskap án þess þó að vera í einhverri keppni, nema þá til gamans.
Gaman er að efla klúbbinn og halda í tengslin við upphafið að þessu öllu saman, en eins og allir vita eru fjölmargir einstaklingar til  ásamt þeim sem eru eða hafa verið í KK  eigendur að gömlum flottum „Köggum“. Þeir hafa ekki undanfarin ár haft  grundvöll í KK til að vera virkir einfaldlega vegna þess að keppnisþáttaka er ekki lengur aðalatriðið í þeirra huga , heldur varðveisla bílanna og starfsemi tengd því áhugamáli.
Undirritaður ásamt Hálfdáni Sigurjónssyni ætla að hafa forgöngu að því að kalla saman fund eftir áramót (jan-feb) til að koma þessu á laggirnar og fá sem flesta til að mæta og koma með tillögur að dagskrá næsta sumars.
Við stefnum að því að hafa þetta einfalt í sniðum og þannig að sem flestir sjái að þarna eigi þeir heima með sinn „ Muscle car “.
Strákar og stelpur þið sem eigið gömlu „ Muscle car “ bílana og þið sem eruð í KK, núna er tækifærið komið til að gera næsta sumar að frábærri skemtun ( Guð bara að það verði nú ekki rigningasumar) Mætum öll þegar fundarboð verður auglýst og SKELLUM ÞESSU Í GANG !
KV.
Gunnar M. Ólafsson.
PS: Látið orðið berast 

69Camaro:
Gott framtak hjá ykkur Gunni og Hálfdán, ég mæti á gamalli Corvette á uppákomur hjá ykkur  =D>

arnarpuki:
Frábært :smt023 Mæti líka!

Dragster 350:
En Camaro GOTUbílinn skellir þér á honum til strákana  :mrgreen:

Kiddi:
Flott framtak :!:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version