Author Topic: Chevy 350  (Read 2084 times)

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Chevy 350
« on: November 21, 2010, 18:45:27 »
Sökum skorts á skynsemi og sífelldrar þrár fyrir meira afli, hef ég til sölu ágætis vél:

Chevrolet 350, 2ja bolta blokk árg. 1972.
Tveggja bungu, "camel hump" hedd, árg. 1969 að mig minnir. Góð hedd sem er eitthvað búið að dunda í.
Crane 272-284 knastás. Þessi vél vinnur fantavel upp í 6000 snúninga!
Álmillihedd.
NÝR QuadraJet blöndungur frá Summit. Uppsettur fyrir hressa small block upp að 400 CID.
HEI kveikja, nýtt lok, hamar og þræðir.
Stuttar Hedman "block-hugger" flækjur.
ALLAR pakkningar eru nýjar (Felpro) og vélin er sömuleiðis nýmáluð, Chevrolet appelsínugul með svört ventlalok.
Framan á vélinni er flatreimarkerfi úr Blazer S-10. Vantar A/C dælu en mögulegt er að setja A/C delete hjól, eða original dælu sem ég á ekki til og fylgir ekki með.
NÝR alternator, 105 amper.
NÝR niðurgíraður mini startari.
NÝ 4" há K&N loftsía í krómuðu húsi.

Með vélinni getur fylgt NÝUPPTEKIN og styrkt 700R4 skipting, 4x4 skipting að sjálfsögðu.
Flexplatan á vélinni er NÝ.

Tilboð óskast með tölvupóst (ég bý erlendis þannig að síminn hentar mér ekki vel sem stendur!):

kristinnm@gmail.com

Vélin getur afhenst á milli jóla og nýárs eða eftir nánara samkomulagi.
Kristinn Magnússon.

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Chevy 350
« Reply #1 on: November 28, 2010, 02:42:08 »
Það er kannski rétt að nefna að þessi vél smyr vel og er ekki mikið ekin frá upptekt í kringum aldamótin.

Þar sem allir sem hafa samband spyrja um verð þá segi ég bara 350 fyrir allan pakkann og 220 fyrir vélina og því sem henni fylgir.

Skoða alveg skipti á einhverju amerísku á fjórum hjólum eða einhverju álíka gáfulegu!
Kristinn Magnússon.