Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Toyota Corolla 1972 KE20

(1/3) > >>

Damage:
jæja ég keypti mér efnivið í winterbeater og er hann að verða nokkuð góður, stefni á að setja hann á götuna næsta þriðjudag

þessi bíll er fjórða elsta corolla á íslandi 12.72
hann er búinn að standa í 15 ár eða síða 95 og fór hann í gang á miðvikudaginn með nýjum rafgeymi, smá bensíni og svo var hann dreginn framm og til baka og nú gengur hann eins og klukka sem er nokkuð gott
hann er aðeins ekinn 86þús þegar hann fór í skoðunn 1994 var hann ekinn 78þús
1200 blöndungs , 3K mótor
73hö
4 gíra bsk
rwd
manual innsog
hiti í afturrúðu
12" vetrardekk



búið að ryðbæta og fer hann í sprautun næstu helgi



hérna er hinn alræmdi 1200 mótor, gengur eins og klukka í dag

búið að pakka, verður svona fjarskafallegur þar sem þessi málning er bara til að hafa hann aðeins fínni áður en hann fer í uppgerð




búið að grunna og fínt

kominn úr sprautun, þetta er ekkert fullkomið, enda var það aldrei ætlunin þetta áttur bara að vera redding/útlitsbæting

ekkert verið að rétta eða neitt, rétt slípað yfir ryðbólur, en það skiptir svosem ekki máli


setti merkin á og spegil, kláraði nánast allt rafmagnið
núna vantar bara að græja flautuna og setja bremsudælu í sem er á leiðinni til landsins og þá er þetta skoðunarhæft


uppfærði í celicu stýrið þar sem hitt var brotið

flottir 2 saman, 72 corolla og 77 celica


henntum í kvöld undir hann bremsum úr celicu gt 1977 or er það sannkallað big brake kit hliðina á original
celicu bremsur til vinstri og corollu til hægri, og já það er bremsudiskur á corollu demparanum


búið að henda öllu saman, á bara eftir að stilla hjólin, ástæðan fyrir því að ég fór í þetta er að það vantaði eina bremsudælu, ég keypti eina á ebay, nýja original og hún er mikið stærri og passar engan veginn á, þannig að
við erum með celicu spyrnur, spindla, stýrishöbba og dempara
og corollu gorma, efri gormaskál og demparaplatta

fyrir

eftir

eins og sést er smá munur á bremsustærð þar sem að plattinn með felguboltunum er á er jafnstór

jæja þá er þessi tilbúinn og fer á númer á þriðjudag



KiddiJeep:
Skiptirðu líka um höfuðdælu?

1965 Chevy II:
Cool græja,það er pláss fyrir small block chevy þarna í húddinu !  8-)

kiddi63:

--- Quote from: Trans Am on November 22, 2010, 20:30:41 ---Cool græja,það er pláss fyrir small block chevy þarna í húddinu !  8-)

--- End quote ---

Akkurat, 1200 rokkurinn er bara í öðru horninu þarna í vélarsalnumn  8-)
Það var einu sinni toyota corolla held ég uppá braut með v-8, það var á fyrstu árum keppna hér á skerinu, hann var blár minnir mig.
Síðan kom önnur (Celica) seinna.

1965 Chevy II:
Jens Herlufsen átti Toytotu með V8,ætli það hafi ekki verið hann.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version