Hraðakstur af götunum og á inn á lokuð akstursíþróttasvæði
Sælir félagar Sæll Moli Þennan bíl fann ég illa á sig kominn upp í Ártúnsholti 1988 og hann var vélar og skiptingarlaus. Hann var númerslaus en var síðast á H númerum frá Blönduósi og síðasti eigandinn af bílnum heitir Kristófer. Bíllinn var var mikið ryðgaður og ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda var aðal málið að leika sér upp á braut með bílinn . Ég sá myndir af bílnum hjá þér þar sem hann var í húsnæði inn í Hafnafirði líklega tekin um 1980 . Brynjar Gylfa fékk bílinn vélar , skiptingar og driflausan hjá mér 1990 og síðasta sem ég vissi af bílnum var það sem Gunni Camaro sagði mér frá en hann sá hann suður í Hafnafjarðahrauniog þá var búið að rústa honum. Vélin og skiptingin fór svo í Veguna sem ég seldi Grétari Franksyni. Þannig að þetta er þá það síðasta sem þessi bíll gerði hér á klakanum. Gaman að sjá þessar myndir af mér þarna á mílunni og sandinum að keppa við Ingó en þarna var hann orðinn Íslandsmeistari í götubílaflokkinum í kvartmílu og átti Íslandsmetið sem að ég tók af honum og bætti það um hálfa sek. Ekki leiðinlegt að vinna Ingó þarna enda mikill keppnismaður og klárlega einn alöflugasti keppandinn í sögu kvartmílu á Íslandi. Það væri gaman ef einhver ætti myndir af Camaronum á mílunni og í sandinum .Kv. Stefán Björnsson