Sælir félagar.
Sæll Halldór.
Þakka þér fyrir að koma með þessa leiðréttingu, en mínar upplýsingar voru þær að MSÍ innheimti ekki gjald af keppendum.
Það er þá sem sagt KK í þessu tilfelli sem að borgar þessar 500.- Kr ?
En það stendur samt eftir þessi spurning sem að ég setti fram hér að ofan, þar sem að það er mikill munur á 2000.- kr og 10.000.- kr !
Þetta er spurning um hvort að jafnræðisregla sé ekki brotin.
Og líka hvort þetta stangist ekki á við samkeppnislaög.
En þetta er nú bara mínar vangaveltur.
En eitt veit ég og það er að munurinn á keppnishaldi í Evrópu og Ameríku er einmitt sá að þar eru ekki nein sambönd á við FIA og FIM að skipta sér af meistarakeppnum innanlands, enda hafa þessi sambönd ekkert vald yfir keppnishöldurum í Ameríku.
Ég hef verið að kynna mér svona í rólegheitum hvernig þessi gjaldtaka sérsambanda innan ÍSÍ er framkvæmd, og mér sýnist á öllu að iðkendur séu látnir borga þetta í félagsgjöldum og/eða keppnisgjöldum til sinna klúbba (félaga) sem síðan borga viðkomandi sérsambandi árgjald eða gjald sem er annað hvort fast gjald eða viss krónu tala á hvern iðkanda.
Þetta þýðir það að iðkandinn/keppandinn borgar ekki beint til viðkomandi sérsambands, heldur gerir það óbeint í gegnum sinn klúbb.
Þá sýnist mér líka að þetta eigi aðeins við um Íslandsmeistaramót og þau bikarmót sem að viðkomandi sérsamband heldur, en ekki um mót eða stakar keppnir sem að viðkomandi klúbbur/félag stendur fyrir.
Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég svona í rólegheitum að kynna mér þessi mál fyrir sjálfann mig og á eftir að skoða þetta betur, en svona lítur þetta út fyrir mér núna eins og ég hef skrifað hér að ofan.
Kv.
Hálfdán.