Author Topic: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!  (Read 13849 times)

Offline Mtt

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 215
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #20 on: November 06, 2010, 22:55:08 »
Mjög flott skrif Hálfdán
Magnús Óskarsson

Offline Serious

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 542
  • Jónatan Már Guðjónsson sími 6184505
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #21 on: November 07, 2010, 00:33:32 »
Flott skrif Hálfdán og hverju orði sannara hjá þér við erum of fá hérna á Íslandi til að geta rekið atvinnumennsku í mótorsportinu hjá okkur.
það að fá borgað fyrir að keppa er nefnilega vísir af atvinnumennsku .
þetta er leiðindamál að Bæsi hafi ekki fengið sína viðurkenningu heldur sá sem var í 4 sæti í götuspirnunni og allt útaf skírteinamálum en svona eru reglunar þar til búið er að breyta þeim þá stendur þetta .
oldsmobile delta custom 88 71 (lagt 84)
mercury zephyr station 78 (seldur)
mercury zephyr 79 (í uppgerð)
bens 190e 88(SELDUR)
feroza 94(SELDUR)
Lada sport 90 driver
Lada sport 87 (í geimslu)
Ég get staðist allt nema freistingar.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #22 on: November 07, 2010, 18:55:57 »
Sælir.

Bæring er með ÍSÍ skyrteini ( kr 10000 ) það var ekki frágengið fyrir götuspyrnuna. Það sama á við um Óla. Samskipti KK og ÍSÍ og þar með upplýsingaflæði frá ÍSÍ til KK hafa verið af skornum skammti. KK greiddi fyrir þá keppendur sem voru að keppa til Íslandsmeistara þar sem okkur þótti það ekki hvetjandi fyrir keppendur að þurfa að bæta við kr 10000 ofan á keppnisgjöldin. Það sem er undandlegt við þetta er að sumir af þessum hóp fá Íslandsmeistaratitil en ekki Bæring og Óli. Það hlýtur að eiga eftir að leiðrétta þetta en það er í höndum ÍSÍ og BA.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #23 on: November 08, 2010, 12:30:06 »
Ársskýrteinin eru ekki afturvirk, sama hver það er sem borgar þau.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #24 on: November 08, 2010, 13:33:18 »
Ársskýrteinin eru ekki afturvirk, sama hver það er sem borgar þau.

Ekki bulla. :) Ef það væri málið þá væru engir íslandsmeistarar í kvartmílu þetta árið.
Ingólfur Arnarson

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #25 on: November 08, 2010, 15:07:17 »
Ársskýrteinin eru ekki afturvirk, sama hver það er sem borgar þau.

Ekki bulla. :) Ef það væri málið þá væru engir íslandsmeistarar í kvartmílu þetta árið.

Hmmm ... ég keypti sjálfur skírteini í vor frá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ enda stefndi ég á að keppa til Íslandsmeistara þar sem ég tók þátt í sumar og skv. reglunum var skilyrði að vera handhafi þessa skírteinis.
Það fylgdi sögunni við kaupin að ég myndi fá 1.000 kr. afsl. af keppnisgjöldum þar sem ég tæki þátt og fékk ég slíkan afslátt við greiðslu þátttökugjalda í Götuspyrnunni á Akureyri.
Þetta var í eina skiptið sem ég fékk afslátt af keppnisgjöldum.

Hvernig væri að fá útskýringar á því hvað veldur þessu misræmi - þ.e. af hverju fá þeir sem sigra keppni til Íslandsmeistara ekki viðurkennt að svo sé.
Vera má að um einfaldan misskilning sé að ræða og þá þarf að leiðrétta hann.

Kveðja frá Íslandsmeistara í kvartmílu sem jafnframt er óverðskuldaður Íslandsmeistari í Götuspyrnu  :-(






Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #26 on: November 09, 2010, 09:37:17 »
Ársskýrteinin eru ekki afturvirk, sama hver það er sem borgar þau.

Ekki bulla. :) Ef það væri málið þá væru engir íslandsmeistarar í kvartmílu þetta árið.

Ég er ekkert að bulla.. ef þetta væri afturvirkt þá hefðu að sjálfsögðu allir byrjað á að
keyra fyrstu 1 - 2 keppnirnar skírteinislausir og svo bara splæst í teini ef vel gengi.

Þá hefði ég t.d. getað sparað mér þetta skírteini (eða gjald skulum við kalla það þar sem maður fékk ekkert skírteini)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #27 on: November 09, 2010, 10:30:10 »
Ársskýrteinin eru ekki afturvirk, sama hver það er sem borgar þau.

Ekki bulla. :) Ef það væri málið þá væru engir íslandsmeistarar í kvartmílu þetta árið.

Ég er ekkert að bulla.. ef þetta væri afturvirkt þá hefðu að sjálfsögðu allir byrjað á að
keyra fyrstu 1 - 2 keppnirnar skírteinislausir og svo bara splæst í teini ef vel gengi.

Þá hefði ég t.d. getað sparað mér þetta skírteini (eða gjald skulum við kalla það þar sem maður fékk ekkert skírteini)


Það er ljóst að þú veist minna en ég og ættir þar með að ræð við Björgvin í BA og hann ætti að geta frætt þig um þessi mál
Ingólfur Arnarson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #28 on: November 09, 2010, 12:28:34 »
Ég var nú bara staddur á Formannafundinum hjá akstursíþróttanefndinni um daginn (sem þú mættir ekki á)
og þar var farið nokkuð rækilega í gegnum þessi skírteinismál.
Það er alveg á kristaltæru að þau eru ekki afturvirk.

Hitt er annað mál að það getur verið að þau gildi frá þeim degi sem það var staðfest að þau yrðu greidd
þó svo að það kannski gerist ekki fyrr en eftir seasonið í einni patent greiðslu eins og eðlilegast er að
KK hafi gert í þessu tilfelli.

En ég skildi þín skrif hér að ofan þannig að ekki hafi tekist að staðfesta skírteini fyrir þessa umræddu 2 menn
í tæka tíð fyrir götuspyrnuna og það gæti hafa skekkt stöðuna á þann veg sem hér er verið að ræða.

Tekið skal fram að ég hef engin sérstök tengsl við nefndina og er alveg jafn mikið á mót þessu kerfi og þið
en ég var bara að reina að finna skíringu á þessu máli.
Ég greiddi mitt skírteini á fyrstu keppni eins og reglur gera ráð fyrir og finnst eðlilegt að það sama gildi um alla,
nú ef það á að líta framhjá því hverjir greiddu og hvenar, og teinið þannig orðið merkingarlaust þá var einfaldlega
verið að svíkja af mér 10.000 kall sem ég væri þá alveg til í að fá aftur.
« Last Edit: November 09, 2010, 12:30:11 by Dodge »
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #29 on: November 09, 2010, 13:14:22 »
Ég var nú bara staddur á Formannafundinum hjá akstursíþróttanefndinni um daginn (sem þú mættir ekki á)
og þar var farið nokkuð rækilega í gegnum þessi skírteinismál.
Það er alveg á kristaltæru að þau eru ekki afturvirk.

Hitt er annað mál að það getur verið að þau gildi frá þeim degi sem það var staðfest að þau yrðu greidd
þó svo að það kannski gerist ekki fyrr en eftir seasonið í einni patent greiðslu eins og eðlilegast er að
KK hafi gert í þessu tilfelli.

En ég skildi þín skrif hér að ofan þannig að ekki hafi tekist að staðfesta skírteini fyrir þessa umræddu 2 menn
í tæka tíð fyrir götuspyrnuna og það gæti hafa skekkt stöðuna á þann veg sem hér er verið að ræða.

Tekið skal fram að ég hef engin sérstök tengsl við nefndina og er alveg jafn mikið á mót þessu kerfi og þið
en ég var bara að reina að finna skíringu á þessu máli.
Ég greiddi mitt skírteini á fyrstu keppni eins og reglur gera ráð fyrir og finnst eðlilegt að það sama gildi um alla,
nú ef það á að líta framhjá því hverjir greiddu og hvenar, og teinið þannig orðið merkingarlaust þá var einfaldlega
verið að svíkja af mér 10.000 kall sem ég væri þá alveg til í að fá aftur.


Ég er ekki vanur að mæta á fundi sem ég er ekki formlega boðaður á. Það var veruleg rugl á þess varðandi Íslandsmeisarana og það náðist að leiðrétta með t.d. Grétar Franks og Jenna í Sandspyrnu en einhverja hluta vegna gekk það ekki yfir Bæring og Óla. Bæring og Óli eru inni í þeim hóp sem KK Greiddi fyrir. Þar sem Bæring og Óli eru okkar félagsmenn og okkur finnst að þeim vegið þá að sjálfsögðu beitum við okkur í þeirra málum. Við erum búnir að senda fyrirspurn á stjórnarmann í BA en ekkert bólar á svari.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #30 on: November 12, 2010, 09:56:38 »
Sæl öll. Bara smá spurning , hvert rennur þessi 10.000 kall og fyrir hvað ?

mbk harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #31 on: November 12, 2010, 12:20:11 »
Til akstursíþróttanefndar ÍSÍ og í framtíðinni þá til sérsambandsins innan ÍSÍ þegar það verður stofnað.

Ég held þetta renni bara í rekstur á nefndinni og ég hef ekki fengið það neitt nánar útskýrt né heldur
hvernig það er réttlætt að keppendur borgi þennan rekstur.

Beinn kostnaður nefndarinnar við keppnishald sem slíkt hefur allavega ekki verið mikill.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #32 on: November 12, 2010, 13:08:10 »
Hæ. Bara spá , eitthvað hlýtur ÍSÍ að hala inn ef allir sem keppa til íslandsmeistara borga 10.000 kr.  :-k

mbk harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #33 on: November 12, 2010, 13:28:58 »
Sælir félagar.Frá mínum bæjardyrum séð þá er þetta alveg það sama og Lía gjaldið sem ákveðnir menn komu á hér um árið.Og talandi um það þá minnir mig að þeir peningar sem um ræðir hafi farið að mestu í þeirra einka neyslu,eða svo segir sagan.Annars ætti Hálfdán að geta sagt ykkur nánar frá því,hann vann mikið með þessum heiðursmönnum ,blessaður kallinn. En þetta system er ekki gott,eiginlega foráttu heimskt svo ekki sé fastara að orði kveðið.Kv Auðunn

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #34 on: November 12, 2010, 13:50:45 »
Sælir félagar. :)

Vinsamlegast ekki vera að blanda mér inn í þessi mál frá "LÍA" "KLÍA" "FLÍA".
Ég kom mér blessunarlega út úr þessu fyrir meira en 15. árum síðan þegar ég sá hvað var að gerast, en satt er það ég vann með þessum mönnum í um 10 ár.
Það eina sem ég er að vinna með þessum "heiðursmönnum" í dag er að sjá til þess að ekki sé valtað algerlega yfir KK þegar að öryggismálum kemur.

En klárlega er þetta keppnisgjald til akstursíþróttanefndar ÍSÍ leyfar af gamla LÍA gjaldinu sem Auðunn er að vitna til og því verður að breyta til samræmis við aðra gjaldtöku innan ÍSÍ.
Það er hinns vegar verkefni fulltrúa KK innan akstursíþróttanefndar ÍSÍ að gera.

Svona smáveigis til umhugsunar að lokum: 

Er sanngjarnt að ökumaður að bíl borgi 10.000.00.- í keppnisgjald þegar mótorhjálamaður sem er að spyrna við hliðina á honum í sömu keppni í sama móti borgar ekki krónu í keppnisgjöld til síns sérsambands sem er MSÍ? :?:

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Halldór H.

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
    • http://www.ba.is
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #35 on: November 12, 2010, 16:00:18 »
Það er ekki alveg rétt hjá þér Hálfdán að  þeir sem keppa á hjóli borgi ekkert til MSÍ.
 Þeir greiða 500 krónur heilar til MSÍ á hverja keppni. :)
Halldór Hauksson,  GSM 844 6166
HH flutningar 8446166

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #36 on: November 12, 2010, 16:16:42 »
Það er ekki alveg rétt hjá þér Hálfdán að  þeir sem keppa á hjóli borgi ekkert til MSÍ.
 Þeir greiða 500 krónur heilar til MSÍ á hverja keppni. :)

500 Krónurnar eru innritunargjald. Ef keppnishaldari sér um að rukka keppnisgjald sjálfur, þá er ekki greiddur þessi 500 kall.  Þetta gjald er til að greiða niður kostnaðir við rekstur tölvukerfisins.
Halldór Jóhannsson

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #37 on: November 12, 2010, 16:32:33 »
Sælir félagar. :)

Sæll Halldór.

Þakka þér fyrir að koma með þessa leiðréttingu, en mínar upplýsingar voru þær að MSÍ innheimti ekki gjald af keppendum.
Það er þá sem sagt KK í þessu tilfelli sem að borgar þessar 500.- Kr ? :?:

En það stendur samt eftir þessi spurning sem að ég setti fram hér að ofan, þar sem að það er mikill munur á 2000.- kr og 10.000.- kr !
Þetta er spurning um hvort að jafnræðisregla sé ekki brotin. :?:
Og líka hvort þetta stangist ekki á við samkeppnislaög. :?:
En þetta er nú bara mínar vangaveltur. :roll:

En eitt veit ég og það er að munurinn á keppnishaldi í Evrópu og Ameríku er einmitt sá að þar eru ekki nein sambönd á við FIA og FIM að skipta sér af meistarakeppnum innanlands, enda hafa þessi sambönd ekkert vald yfir keppnishöldurum í Ameríku.

Ég hef verið að kynna mér svona í rólegheitum hvernig þessi gjaldtaka sérsambanda innan ÍSÍ er framkvæmd, og mér sýnist á öllu að iðkendur séu látnir borga þetta í félagsgjöldum og/eða keppnisgjöldum til sinna klúbba (félaga) sem síðan borga viðkomandi sérsambandi árgjald eða gjald sem er annað hvort fast gjald eða viss krónu tala á hvern iðkanda.
Þetta þýðir það að iðkandinn/keppandinn borgar ekki beint til viðkomandi sérsambands, heldur gerir það óbeint í gegnum sinn klúbb.

Þá sýnist mér líka að þetta eigi aðeins við um Íslandsmeistaramót og þau bikarmót sem að viðkomandi sérsamband heldur, en ekki um mót eða stakar keppnir sem að viðkomandi klúbbur/félag stendur fyrir.

Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég svona í rólegheitum að kynna mér þessi mál fyrir sjálfann mig og á eftir að skoða þetta betur, en svona lítur þetta út fyrir mér núna eins og ég hef skrifað hér að ofan.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #38 on: November 12, 2010, 17:05:29 »
Já það er mikið nær að þetta gjald sé innheimt í formi félagsgjalda eða keppnisgjalda.

Svo þætti mér gaman að vita hvernig þessu fé sé ráðstafað innan ÍSÍ. Akstursíþróttanefndin hefnir nefnilega eftir því sem ég best veit hvorki kennitölu eða bankareikning, og þar af leiðandi fer þessi peningur bara inná almennan reikning ÍSÍ. Hvað sem verður svo um hann?  #-o
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Íslandsmeistari en samt ekki !!!!
« Reply #39 on: November 12, 2010, 22:25:30 »
ER ÞETTA EKKI BARA FERÐAMONNINGAR OG SVONA SPONSLUR FYRIR HANN ÓLA VIN OKKAR,SPYR SÁ SEM EKKI VEIT.