Author Topic: Thunderbird Turbo 1988  (Read 4848 times)

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Thunderbird Turbo 1988
« on: November 01, 2010, 23:37:24 »
 Hvað ætli hafi orðið um 1988 Thunderbird turbo bílinn sem Sveinn Egilsson hf flutti inn nýjan
og var til sýnis í nýjum sýningarsal inní Skeifuni, á þessum tíma :?:

Þessi vagn var hlaðinn dót s.s. leður,tölvufjöðrun og ég veit ekki hvað og hvað.

2.3 Turbo og beinskiftur 5gíra

Alveg eins vagn \:D/



Offline Birdman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #1 on: March 09, 2011, 11:45:13 »
Sæll rakst á þennan post, veit hann er gamall en langaði samt sem áður að svara honum.

Ég er eigandinn af þessum bíl, fékk hann loksins árið 2008.
Bíllinn hefur verið í geymslu síðan árið 2000 eða 2001.
Þarf að taka vélina í gegn, og tækla smá yfirborðsryð hér og þar, ekkert alvarlegt en samt leiðinlegt þetta er svona hér og þar, þyrfti eiginlega bara gera þetta almennilega og sandplása hann og heilsprauta.
Þetta átti að vera löngu komið á götuna.

Offline Palmz

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #2 on: March 09, 2011, 16:22:26 »
gallarý þráð á bílin ?
Pálmi Ernir Pálmason

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #3 on: March 09, 2011, 17:16:06 »
Gaman að heyra að hann sé á lífi og í þokkalegu standi.Hélt að hann væri ónýtur!!
Þetta er nú kannski ekki spennandi bíll fyrir marga enda bara 4cyl =;

Er hann ekki gull-litaður orginal?

Og já ég væri til í myndir :D

Offline Birdman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #4 on: March 09, 2011, 22:34:38 »
Jájá varðandi 4cyl vélina þá skaltu bara halda því commenti útaf fyrir sjálfan þig vinur;) ég á einn Thunderbird með V8 og mér finnst 4cyl Turbóinn skemmtilegri og einnig eyðir hann minna;)
Bíllinn er allur sundurtættur og á ég bara myndir af honum þannig.
En þetta eru rosalega vanmetnir bílar, en smekkur manna er misjafn:)
Ég er rosahrifin af þessum bílum, þarf ekki gera mikið og er ekki kostnaðarsamt til að fá skemmtilegt afl og eru ekki að eyða miklu, svo er fullt af skemmtilegum búnaði í þessum bíl.
Þessi bíll var rosa tæknifyrirbrygði á sínum tíma sérstaklega fyrir amerískan bíl að vera, enda voru þjóðverjar á ferð við hönnunina á þessum bíl.
1987 fékk hann titilinn car of the year, meðal annars var þetta fyrsti ameríski bíllinn sem kom með automatic ride control þá er semsagt rafstýrð fjöðrunin stýrð frá abs stjórnbox, stýris stjórnbox og vélarstjórnboxi, ef maður fer yfir 100km þá stífnar fjöðrunin einnig þegar það er tekið krappar beygjur eða bremsað snögglega síðan er takki sem maður getur haft þetta manual eða automatic.   
Ég á annan turbo bíl árg 1985.
Svo er ég með annan sömu árg og er 30th Anniversary Edition.

En hérna eru myndir: http://s729.photobucket.com/albums/ww296/david85tc/My%2088TC/

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #5 on: March 09, 2011, 23:50:03 »
Fínar myndir og bíllinn lítur vel út, bæði utan sem innan, og á orginal felgum =D>

Þú ert að misskilja mig með mótorinn, ánægður með hann svona 2.3 turbo!!

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #6 on: March 09, 2011, 23:58:31 »
Er þetta sami 4cyl turbo mótor og kom í sumum Fox Mustangs bílunum?
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #7 on: March 10, 2011, 00:01:31 »
Svona Thunderbird er "Fox body" svo vélin er mjög líklega sú sama.

Kv
Stjáni

Offline Birdman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #8 on: March 10, 2011, 08:08:04 »
Fínar myndir og bíllinn lítur vel út, bæði utan sem innan, og á orginal felgum =D>

Þú ert að misskilja mig með mótorinn, ánægður með hann svona 2.3 turbo!!

Hahaha neinei ég alls ekkert fúll eða eitthvað svoleiðis maður er vanur að heyra þetta, bara smá kaldhæðni;) sem ég efaðist ekkert um hafi verið hjá þér líka;)

En já þetta er allt orginal, eins og ég sagði þá þyrfti maður að heilsprautan, hef mikið verið að pæla í litinum, langaði alltaf lengi í svona bíl og ég hafði alltaf hugsað mér hann svartan, en svartur er svo djöfulli erfiður litur en síðan fékk ég þennan þá er ég alltaf að hallast meira af því að halda þessum lit sem er á honum.
Finnst hann ekki eins slæmur og mér fannst hann fyrst síðan voru víst ekki margir sem komu með þessum lit sem gerir það líka skemmtilegra.
En ég er svona reyna melta þetta.
Já mannst þú eftir honum síðan hann var sýndur upp í skeifu?
Djöfull væri nú gaman að fá einhverjar myndir af honum nýjum eða nýlegum ef einhver ætti:)

Offline Birdman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #9 on: March 10, 2011, 08:22:38 »
Er þetta sami 4cyl turbo mótor og kom í sumum Fox Mustangs bílunum?

Já það er rétt sá bíll heitir Mustang SVO sem voru framleiddir 1984-86.
Thunderbird Turbo Coupe voru á framleiddir 1983-88 og komu 87-88 bílarnir best út.

Veit einhver hvort svona SVO bíll hafi einhverntíman komið hingað?
Hef aldrei séð svoleiðis bíl hérna á klakanum.

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #10 on: March 11, 2011, 13:45:34 »
man eftir þessum ansi nýlegum, prófaði hann á sínum tíma og það var bara alveg hreint ágætis reynsla.. :)
hann var til sölu og kostaði alveg helling og gekk þar af leiðandi illa að seljann..

man að hann var með sjálfvirkum rúðuþurrkum, þ.e. þær fóru í gang ef rúðan blotnaði, þetta þótti ansi flott á sínum tíma..  :D

ég persónulega myndi halda gyllta litnum, hann var mjög flottur með þessum lit.
Atli Már Jóhannsson

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #11 on: March 11, 2011, 14:33:50 »
Endilega málann gyltann, lang flottast svoleiðis.

Þú átt alla pappír um hann er það ekki(sýndist það á myndini)?

Hann var svaka flottur á króm-rack-num sem hann stóð á  inní faxafeni þarna 1988 og ég
man ekki betur en að Raggi Bjarna hafi verið sölumaður hjá Sveinni þá.
 
Það þarf að finna mynd af honum þar,ég held að það hafi verið mynd af honum í eitthverju bílablaði frá
þessum tíma, Bíla&Fólk eða Bíllinn.

Veistu um ferillin á honum, held að hann hafi verið seldur á Akureyri fyrst :-k

Offline Birdman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Thunderbird Turbo 1988
« Reply #12 on: March 11, 2011, 16:41:56 »
Jú ég er með alla pappíra meira segja ábyrgaðskírteinið og nótuna fyrir kaupunum, hann kostaði minnir mig 1.800.000 nýr allavega í kringum það.
Eigenda ferillinn man hann ekki alveg en það var siglufjörður fyrst, síðan hfj svo húsavík, hfj aftur í nokkra mánuði svo aftur húsavík, fór til sama eiganda aftur.
Og mig minnir að maður sem seldi mér bíllinn hafi átt hann síðan 94 eða 95 fyrir utan þessa nokkra mánuði sem hann var seldur til kunningja hans.
Ég fer í skúrinn í kvöld og ætla rifja þetta upp;)