Ég er að vesenast í Ram D150 árg 89-90 eins og hefur komið framm á þessum þræði en málin eru svona. Ætlaði mér að setja græjuna í gang til þess að ganga úr skugga um það hvort að skiptingin í honum væri í lagi og hversu fastur hann væri en þá þurfti helv lykilinn að brotna þegar ég var að stinga honum í svissinn. Brotið er þar núna og ég get ekkert gert með svissinn. Þannig að mig langar að vita hvort að það sé eitthver hér sem gæti tengt framhjá eða eitthvað á meðan ég er að finna útúr þessu með svissinn þ.a.s panta nýjan eða eitthvað.