Hér eru reglurnar sem verða notaðar á næsta ári í kots.
KING OF THE STREET 2011
Keppnislýsing:
Þetta er keppni fyrir götubíla. Leyfilegt eldsneyti er eingöngu það sem selt er á bensínstöðvum til almennings. Það verður fylgst með því að menn séu að nota löglegt eldsneyti.Öll íblöndunarefni svo fsem oktan booster ofl. bönnuð.
Allir flokkar eru keyrðir á PRO TREE (öll gulu ljósin kvikna samtímis) og ræst á jöfnu.
Tæki skulu standast bifreiðaskoðun á staðnum,frávik eru leyfð á hávaða frá pústi,hvarfakútum,viðvörunarþríhyrningur og keppnisdempurum að öðru leiti skal standast fulla skoðun,púst skal ná út fyrir yfirbyggingu samkvæmt skoðunarhandbók, neyðarhemill , rúðuþurkur, annað sem er krafist í skoðunarhandbók verður að vera til staðar og standast skoðun.
Dekkjabúnaður bíla verður að vera DOT eða E merktur.
Hoosier Q.T.P og M/T ET Street og sambærileg, hámarkstærð 28X12.50
Hoosier og M/T og sambærileg Drag Radial, hámarkstærð P325/50 (28 X 13.50)
(dekkjatakmarkanir gilda ekki í jeppaflokki)
Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótórhjólum.
Bílaflokkar.
Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum:
4 sílendra
6 sílendra
8+ sílendra yngra en 1985
8+ sílendra eldra en 1985
Fjórhóladrifnir fólksbílar keppa í einum flokk:
4x4 flokkur
Jeppar og pallbílar keppa í einum flokk:
Jeppaflokkur
Mótorhjól:
Racerar
799cc og minni
800cc og stærri
Hippar
999cc og minni
1000cc og stærri
Einnig verða neðangreindir flokkar keyrðir, en þeir gilda ekki til titilsins King of the street.
Outlaw street - keyrður 1/4 mílu ,þessi flokkur er ætlaður þeim sem bílum sem eru á númerum en standast ekki bifreiðaskoðun/flokkaskoðun á staðnum vegna t.d slikka,ófullnægjandi pústkerfis o.s.f.v og keppa um titilinn OUTLAW KING OF THE STREET.
Opinn flokkur- keyrður 1/8 og er hefðbundin bikarkeppni.
Allt leyft,ætlaður dragsterum og bílum sem ekki eru á númerum.